Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Afneitun er hættuleg
Fimmtudagur 5. júlí 2007 kl. 16:41

Afneitun er hættuleg

Fyrir um það bil 10 – 12 árum byrjaði sonur minn að drekka aðeins 12 ára gamall, sem leiddi hann síðar í neyslu eiturlyfja. Ástæðan fyrir því var mér óskiljanleg þá, þar sem hann hafði og fékk allt sem barn gat hugsað sér. Hann var glaðlegur, líflegur, blíður og yndislegur strákur sem ég elska mjög mikið og öllum þótti vænt um hann. Hann hafði gott hjarta og hefur sem betur fer enn. Hann var  góður í ýmsum íþróttum og var í þeim um tíma þegar hann var byrjaður í neyslu án þess að ég og fleiri áttuðum okkur á því, síðan fjaraði hann bara út. Hann var farin að ljúga og stela og orðinn mjög óheiðarlegur í alla staði, sem gerist þegar fólk er í neyslu. Það var mikið áfall fyrir mig og mína fjölskyldu þegar við gerðum okkur grein fyrir því. Hann breyttist úr yndislegum syni og vin í reiðan og mjög erfiðan ungling. Hann flutti til mín þar sem hann gat ekki búið hjá móðir sinni og hennar manni vegna þess að þau gerðu honum erfitt fyrir. Hann gat ekki dópað í friði, því þar voru komnar reglur sem hann þurfti að fara eftir. Ég trúði nánast öllu því bulli sem hann sagði mér. Ég tók við honum, hélt að ég réði nú alveg við hann. Nei  það var nú aldeilis ekki allt fór úr böndunum hjá mér og minni fjölskyldu, en ég hélt að þetta myndi nú lagast. Ég borgaði fyrir hann dópskuldir, lánaði honum fyrir hinu og þessu, skuttlaði honum hingað og þangað og hélt að allt myndi lagast við það. Hann fór i meðferð og ég trúði því að nú væri allt orðið gott. Honum gekk svo vel í meðferðinni að það var keypt eitt og annað fyrir hann svo að hann hefði það gott þegar hann kæmi heim aftur. En sama sagan endurtók sig aftur og aftur því hann var ekki tilbúin að hætta þessu líferni eða gat ekki og alltaf sá ég ekki í gegnum þetta. Hann fór ekki í meðferð fyrir sjálfan sig heldur til að friða aðra. Ég var í mikilli afneitun á þetta og einnig hrikalega meðvirkur að það var orðið hættulegt. Hafði þetta mjög mikil áhrif á mig og kom fram bæði í einkalífi, leik og starfi. Þetta lét ég viðgangast í mörg ár og var næstum því búin að fórna konu minni fyrir þennan óþvera og vegna afneitunar á þetta og hve meðvirkur ég var. Við foreldrar förum í svo mikla afneitun og verðum svo meðvirk að það er orðið hættulegt sjálfum okkur. Með tímanum verðum við jafnvel eins veik og þau ef við gerum ekkert í því. Við byrjum að leyna aðstæðum, ljúga fyrir þau og verðum eins óheiðarleg og þau. Það er staðreynd og því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir því því betra. Þegar börnin fara að missa áhugan á námi, sporti, vinnu, svefnvenjur að breytast og alltaf að eignast nýja vini þarf að fara að skoða hvað sé í gangi. Tala við kennara, þjálfara, atvinnurekanda og hlusta á vini og vandamenn. Þau vita meira en við, sem trúum engu á þessa engla okkar. Ekki taka mark á þeim þau ljúga okkur full. Ef kennarar, þjálfarar og atvinnurekendur og vinir segja annað,trúið því. Þegar svona er komið fyrir okkur sem aðstandendum og foreldrum, þurfum við ekki síður á hjálp að halda en þau. Við þurfum að sækja hana og þau þurfa þess líka.Í dag er ég búin að fá hjálp og veit meir um það hvernig á að taka á þessum málum og sonur minn líka og nú fór hann fyrir sjálfan sig og gengur það mjög vel í dag,

Aðstaðan er á leiðinni, kíkið á bloggið.

Erlingur Jónsson
www.forvarnir.bloggar.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024