Aflið býr í sameinuðu Reykjanesi! - Stígum framfarasporin saman
Sameining sveitarfélaga er enn til umræðu og nú stöndum við frammi fyrir fyrir því að kjósa um sameiningu þriggja sveitarfélaga; Garðs, Sandgerði og Reykjanesbæjar.
Allt bendir til þess að verkefnum sveitarfélaga muni fjölga enn á næstu árum og hafa þar verið nefnd málefni fatlaðra, framhaldsskóla og jafnvel löggæslu og heilsugæslu. Þá er breytt lagaumhverfi með auknar lagakröfur um vönduð vinnubrögð í skipulags og umhverfismálum, fjölskyldu- og félagsmálum svo eitthvað sé nefnt. Áherslan er á að efla nærþjónustu. Þegar við bætum svo að atvinnumálum við þennan langa lista, þá er ljóst að viðfangsefnin eru næg og krefjast faglegrar úrlausnar.
Þetta eru allt mál sem farið var yfir á kynningarfundum, sem haldnir voru í sveitarfélögunum þremur og því ætti öllum að vera ljóst að öll haldbær rök hníga í átt til sameiningar. En í þessari umræðu virðast rök duga skammt og er þeim ýmist mætt með grafarþögn eða í besta falli slagorðum um að Reykjanesbær muni gleypa „smælingjana“. Nánast er látið að því liggja að íbúar „jaðarbyggða“ yrðu sviptir öllum borgararlegum réttindum s.s. málfrelsi, atkvæðarétti eða félagafrelsi að ógleymdum eignaréttinum. Að ríkidæmi þeirra og auður muni hverfa í botnlausa hít risans í suðri með skelfilegum afleiðingum.
Svona málflutningur á auðvitað ekki að verðskulda svar en kannski er rétt að fara aðeins yfir sviðið í þeirri von að einhver nenni að lesa.
Fyrst skulum við líta á reynslu Reykjanesbæjar af sameiningu. Þegar litið er um öxl yfir þessi tíu ár, er ljóst að þar hefur verulegur árangur náðst á öllum sviðum sveitarstjórnarmála. Reykjanesbær er fimmta stærsta sveitarfélag landsins og hefur á skömmum tíma skipað sér í fararbrodd framsæknustu sveitarfélaga. Eftir ákveðna byrjunarerfiðleika fyrstu árin eftir sameiningu var markvisst unnið að stefnumörkun í öllum stærstu málaflokkum. Á sama tíma hefur verið leitað sífellt leiða til að bæta þjónustu við íbúa. Og þetta hefur skilað sér.
Reykjanesbær hefur tvisvar gengist undir úttekt á stjórnsýslunni, verklagi og þjónustu með samanburðarprófi sem kennt er við Bertelsmann nokkurn.
Er skemmt frá því að segja að niðurstöður matsins fóru frá því að vera viðunandi í fyrra prófinu upp í að vera afar jákvæðar og raunar skipa Reykjanesbæ í fremstu röð sveitarfélaga á Norðurlöndum.
Of langt mál yrði að tíunda niðurstöðu Bertelsmannprófsins frá 2003 en helstu niðurstöður voru eftirfarandi:
• Stjórnsýslan er gagnsæ og sanngjörn.
• Fræðslumál, fjölskyldu- og félagsþjónusta, íþrótta-, æskulýðs- og menningarmál þykja til fyrirmyndar.
• Upplýsingastreymi og aðgengi að upplýsingum meira en almennt gerist.
• Þátttaka íbúa í stjórnsýslu er mikil.
Undanfarin ár hafa kostir sameiningar komið enn betur í ljós og raunar náð langt fram úr björtustu vonum. Reykjanesbær hefur sýnt það að hann hefur ekki aðeins burði til að leysa þau verkefni sem honum hafa verið falin heldur hefur hann burði til að ryðja veginn. Þegar litið er til atvinnu- og skipulagsmála þá hafa fá sveitarfélög unnið jafn markvisst eins og Reykjanesbær.
Hver skyldi hafa látið sig dreyma um Akademíu og háskólamenntun í Reykjanesbæ? Eða gríðarlega uppbyggingu Helguvíkursvæðis og hraða uppbyggingu í Innri-Njarðvík? Eða þá byltingu sem orðið hefur í umhverfismálum í Reykjanesbæ?
Við stóðum frammi fyrir vali um sameiningu árið 1994. Við bárum ekki gæfu til þess þá en nú gefst annað tækifæri.
Ég vil sjá alla íbúa Reykjaness sem þátttakendur í uppbyggingu enn kröftugra samfélags. Samfélags sem byggir á framsýni, samhjálp og sanngirni, þar sem allir borgarar eiga jafnan rétt á að láta til sín taka, jafnan rétt á þjónustu frá vöggu til grafar. Samfélag þar sem fyrirtæki og verktakar standa jafnfætis við úthlutun verkefna, þar sem fjölbreytt atvinnulíf fær að blómstra, þar sem vel er staðið að menntun barna og fullorðinna og áhersla á heilbrigða lífshætti og íþróttaástundun, þar sem greiðar samgöngur tryggja aðgang að bestu fáanlegri þjónustu, þar sem útivistarsvæði og ferðamannaþjónusta dregur að sér umferð akandi, gangandi og hjólandi vegfarenda.
Ég tel að við gætum náð öllu þessu með því að sameina krafta okkar undir merkjum eins sveitarfélags: Reykjaness.
Eiríkur Hermannsson
Íbúi í Garði
Allt bendir til þess að verkefnum sveitarfélaga muni fjölga enn á næstu árum og hafa þar verið nefnd málefni fatlaðra, framhaldsskóla og jafnvel löggæslu og heilsugæslu. Þá er breytt lagaumhverfi með auknar lagakröfur um vönduð vinnubrögð í skipulags og umhverfismálum, fjölskyldu- og félagsmálum svo eitthvað sé nefnt. Áherslan er á að efla nærþjónustu. Þegar við bætum svo að atvinnumálum við þennan langa lista, þá er ljóst að viðfangsefnin eru næg og krefjast faglegrar úrlausnar.
Þetta eru allt mál sem farið var yfir á kynningarfundum, sem haldnir voru í sveitarfélögunum þremur og því ætti öllum að vera ljóst að öll haldbær rök hníga í átt til sameiningar. En í þessari umræðu virðast rök duga skammt og er þeim ýmist mætt með grafarþögn eða í besta falli slagorðum um að Reykjanesbær muni gleypa „smælingjana“. Nánast er látið að því liggja að íbúar „jaðarbyggða“ yrðu sviptir öllum borgararlegum réttindum s.s. málfrelsi, atkvæðarétti eða félagafrelsi að ógleymdum eignaréttinum. Að ríkidæmi þeirra og auður muni hverfa í botnlausa hít risans í suðri með skelfilegum afleiðingum.
Svona málflutningur á auðvitað ekki að verðskulda svar en kannski er rétt að fara aðeins yfir sviðið í þeirri von að einhver nenni að lesa.
Fyrst skulum við líta á reynslu Reykjanesbæjar af sameiningu. Þegar litið er um öxl yfir þessi tíu ár, er ljóst að þar hefur verulegur árangur náðst á öllum sviðum sveitarstjórnarmála. Reykjanesbær er fimmta stærsta sveitarfélag landsins og hefur á skömmum tíma skipað sér í fararbrodd framsæknustu sveitarfélaga. Eftir ákveðna byrjunarerfiðleika fyrstu árin eftir sameiningu var markvisst unnið að stefnumörkun í öllum stærstu málaflokkum. Á sama tíma hefur verið leitað sífellt leiða til að bæta þjónustu við íbúa. Og þetta hefur skilað sér.
Reykjanesbær hefur tvisvar gengist undir úttekt á stjórnsýslunni, verklagi og þjónustu með samanburðarprófi sem kennt er við Bertelsmann nokkurn.
Er skemmt frá því að segja að niðurstöður matsins fóru frá því að vera viðunandi í fyrra prófinu upp í að vera afar jákvæðar og raunar skipa Reykjanesbæ í fremstu röð sveitarfélaga á Norðurlöndum.
Of langt mál yrði að tíunda niðurstöðu Bertelsmannprófsins frá 2003 en helstu niðurstöður voru eftirfarandi:
• Stjórnsýslan er gagnsæ og sanngjörn.
• Fræðslumál, fjölskyldu- og félagsþjónusta, íþrótta-, æskulýðs- og menningarmál þykja til fyrirmyndar.
• Upplýsingastreymi og aðgengi að upplýsingum meira en almennt gerist.
• Þátttaka íbúa í stjórnsýslu er mikil.
Undanfarin ár hafa kostir sameiningar komið enn betur í ljós og raunar náð langt fram úr björtustu vonum. Reykjanesbær hefur sýnt það að hann hefur ekki aðeins burði til að leysa þau verkefni sem honum hafa verið falin heldur hefur hann burði til að ryðja veginn. Þegar litið er til atvinnu- og skipulagsmála þá hafa fá sveitarfélög unnið jafn markvisst eins og Reykjanesbær.
Hver skyldi hafa látið sig dreyma um Akademíu og háskólamenntun í Reykjanesbæ? Eða gríðarlega uppbyggingu Helguvíkursvæðis og hraða uppbyggingu í Innri-Njarðvík? Eða þá byltingu sem orðið hefur í umhverfismálum í Reykjanesbæ?
Við stóðum frammi fyrir vali um sameiningu árið 1994. Við bárum ekki gæfu til þess þá en nú gefst annað tækifæri.
Ég vil sjá alla íbúa Reykjaness sem þátttakendur í uppbyggingu enn kröftugra samfélags. Samfélags sem byggir á framsýni, samhjálp og sanngirni, þar sem allir borgarar eiga jafnan rétt á að láta til sín taka, jafnan rétt á þjónustu frá vöggu til grafar. Samfélag þar sem fyrirtæki og verktakar standa jafnfætis við úthlutun verkefna, þar sem fjölbreytt atvinnulíf fær að blómstra, þar sem vel er staðið að menntun barna og fullorðinna og áhersla á heilbrigða lífshætti og íþróttaástundun, þar sem greiðar samgöngur tryggja aðgang að bestu fáanlegri þjónustu, þar sem útivistarsvæði og ferðamannaþjónusta dregur að sér umferð akandi, gangandi og hjólandi vegfarenda.
Ég tel að við gætum náð öllu þessu með því að sameina krafta okkar undir merkjum eins sveitarfélags: Reykjaness.
Eiríkur Hermannsson
Íbúi í Garði