AFARKOSTIR
Sunnudaginn 14. mars. var því miður undirritaður samningur um byggingu og leigu á fjölnota íþróttahúsi að viðstöddum ýmsum m. a. nokkrum fulltrúum frá Íslenskum aðalverktökum og Landsbanka Íslands og ungum knattspyrnumönnum, fulltrúum þeirra sem koma til með að þurfa að borga brúsann. Vissulega er full ástæða til að óska Íslenskum aðalverktökum og Landsbankanum til hamingju með þessa undirritun því frá þeirra sjónarhorni séð er þetta verulega hagstæður samningur. Því er þó öðru vísi farið ef litið er á samninginn frá sjónarhorni okkar bæjarbúa.Sú leið sem farin er samkvæmt þeim samningi sem undirritaður var er bænum óhagstæður sem nemur um kr. 640 miljónum á samningstímanum, umfram það sem þyrfti að vera og umfram það sem íþróttahreyfingin fær. Það felst í því að ef tekið væri lán með 5% vöxtum og húsið greitt greiddist lánið upp á 25 árum og við ættum húsið sem er að verðgildi 371 miljón. Þessi samningur felur það hins vegar í sér að bærinn greiði sömu upphæð 27 miljónir á ári í 10 ár til viðbótar sem er þá 270 miljónir og við eigum ekkert í húsinu. Þessar 270 miljónir og verðgildi hússins 371 miljón gera samanlagt 641 miljón sem bærinn tapar með því að fara þessa leið.Afarkostir.Það er því ljóst að með þessu eru fulltrúar meirihlutans að skrifa undir afarkosti. Afarkosti sem þeir standa frammi fyrir vegna þess að þeir, sérstaklega þó einn þeirra Jónína A Sanders talaði óvarlega fyrir kosningar. Hún sagði m. a. á fundi í Flug-hóteli um íþróttamál að það væri ekkert ef, húsið yrði byggt. Þá strax var hún vöruð við slíkum yfirlýsingum þar sem þær gætu skert samningsmöguleika bæjarins. Enginn ábyrgur stjórnandi segir „ég ætla að kaupa“ bíl, íþróttahús eða eitthvað annað án þess að tengja það um leið því verði sem greiða þarf fyrir hlutinn. Það var þó gert og því stöndum við nú frammi fyrir því að verktakar hafa getað stillt meirihlutanum upp við vegg og hann neyðst til að skrifa undir afarkosti. Afarkosti sem kosta bæinn u.þ.b. 640 miljónum meira en íþróttahreyfingin mun fá. Já, það má því segja að meirihlutinn og þó einkum Jónína A Sanders sé bænum og bæjarbúum dýr.Þeim sem vilja skoða samninginn er bent á WWW.centrum.is\~kristmundJóhann Geirdal bæjarfulltr.