Af hverju skiptir fjárhagur Reykjanesbæjar svona miklu máli?
Margir eru eflaust orðnir hundleiðir á þessu eilífa tuði í minnihlutanum um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar. Mörgum finnst þetta kannski ekki skipta miklu máli og hafa meiri áhuga á umhverfismálum, fegrun bæjarins, þjónustu leik-og grunnskólanna, málefnum aldraðra, félagsþjónustunni, tómstunda-, menninga- og íþróttamálum, og er ég einn þeirra. Ég hef miklar vonir um að framtíð sveitarfélagsins sé björt. Hvergi á landinu á eftir að verða eins mikil vöxtur í atvinnulífinu og hér, öll skilyrði til uppbyggingar öflugs atvinnulífs eru fyrir hendi.
Reykjanesbær veitir í dag mjög góða þjónustu á mörgum sviðum og er það vel enda er gott að búa í Reykjanesbæ. Markmið okkar hlýtur að vera að gera enn betur við fjölskyldurnar í bæjarfélaginu. Til þess að það verði, þarf að vera hægt að auka þjónustuna á ýmsum sviðum. Núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur því miður gert það að verkum að það mun verða ákaflega erfitt sökum lélegrar stjórnunar á fjármálum sveitarfélagsins og endalausum hallarekstri. Fjármagn er einfaldlega ekki til og hafa íbúar fengið smá keim af því undanfarið. Leikskólagjöld hafa hækkað upp úr öllu valdi í tíð núverandi meirihluta svo eitthvað sé nefnt.
Þetta er í raun mjög einfalt, við greiðum útsvar, þjónustugjöld og fasteignaskatta. Þeir sem stjórna bænum sjá um að ráðstafa og skipta þeim peningum. Við fáum í staðinn m.a. menntun fyrir börnin okkar, leikskólaþjónustu, tómstundar-, íþrótta- og menningarþjónustu. Lýsandi dæmi um hvernig slæm fjárhagsstaða kemur niður á íbúunum er ítrekuð hækkun á leiksskólagjöldum í tíð núverandi meirihluta Sjálfstæðismanna. Fleiri dæmi mætti nefna en grundvallaratriðið er að án góðrar fjármálastjórnunar er ekki hægt að efla þjónustu sveitarfélagsins. Sýnist mér raunar að miðað við stöðuna og óbreytta stjórnun að ekki verði langt að bíða þess að þjónustan verði skert og álögur á íbúa hækkuð.
Eysteinn Jónsson
Formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ
Reykjanesbær veitir í dag mjög góða þjónustu á mörgum sviðum og er það vel enda er gott að búa í Reykjanesbæ. Markmið okkar hlýtur að vera að gera enn betur við fjölskyldurnar í bæjarfélaginu. Til þess að það verði, þarf að vera hægt að auka þjónustuna á ýmsum sviðum. Núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur því miður gert það að verkum að það mun verða ákaflega erfitt sökum lélegrar stjórnunar á fjármálum sveitarfélagsins og endalausum hallarekstri. Fjármagn er einfaldlega ekki til og hafa íbúar fengið smá keim af því undanfarið. Leikskólagjöld hafa hækkað upp úr öllu valdi í tíð núverandi meirihluta svo eitthvað sé nefnt.
Þetta er í raun mjög einfalt, við greiðum útsvar, þjónustugjöld og fasteignaskatta. Þeir sem stjórna bænum sjá um að ráðstafa og skipta þeim peningum. Við fáum í staðinn m.a. menntun fyrir börnin okkar, leikskólaþjónustu, tómstundar-, íþrótta- og menningarþjónustu. Lýsandi dæmi um hvernig slæm fjárhagsstaða kemur niður á íbúunum er ítrekuð hækkun á leiksskólagjöldum í tíð núverandi meirihluta Sjálfstæðismanna. Fleiri dæmi mætti nefna en grundvallaratriðið er að án góðrar fjármálastjórnunar er ekki hægt að efla þjónustu sveitarfélagsins. Sýnist mér raunar að miðað við stöðuna og óbreytta stjórnun að ekki verði langt að bíða þess að þjónustan verði skert og álögur á íbúa hækkuð.
Eysteinn Jónsson
Formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ