Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Af hverju?
Laugardagur 6. október 2012 kl. 12:35

Af hverju?

Af hverju þurfa sveitarstjórnarmál að leita í þann farveg sem þingið hefur því miður farið í á undaförnum árum? Hlaðið óvildarorðum í garð persóna í stað efnislegrar umræðu?

Mér þykir auðvitað leitt að maður sem ég sit með í bæjarráði vikulega og hitti á fjölmörgum fundum og ég á ágæt samskipti við á þeim fundum, skuli svo beita persónuníði í blaðagrein þegar rökin brestur. Hann les eina grein eftir mig í VF, þar sem ég leiðrétti rangar fullyrðingar um að ég hafi sagt bæinn „skuldlausan“ og annað viðtal í Reykjanesi, þar sem ég svara mörgum áleitnum spurningum, deili á málefni, en ræðst ekki að persónum, skýri málin af bestu samvisku. Hann segir greinarnar uppfullar af „sjálfshóli, afneitunum og sýndarmennsku“. Ég ætla ekki að svara með því að gefa þessum manni einkunn í sama stíl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eigum við ekki öll að temja okkur að tala  af virðingu um einstaklinga en geta greint málefni í þaula og deilt hart um þau ef svo ber undir? Við getum öll misstigið okkur á þeirri leið en ef viljinn er fyrir hendi, ætti okkur að takast það.

Árni Sigfússon
bæjarstjóri