Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Af gefnu tilefni
Þriðjudagur 5. júní 2012 kl. 14:08

Af gefnu tilefni

Á fundi bæjarráðs þann 18. maí sl samþykkti undirritaður bókun þess efnis að halda áfram samningagerð við endurskipulagningu Fasteignar (EFF).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessi bókun var byggð á greinargerð um breytingar á EFF og úttekt Þrastar Sigurðssonar, fjármálasérfræðings hjá Capacent á áhrifum breytts fyrirkomulags á fjárhag og greiðslum Reykjanesbæjar vegna endurskipulagningar á EFF og nýrra leigusamninga bæjarins við EFF.

Undirritaður taldi nauðsynlegt að miðað við þau gögn sem kynnt voru á fundinum væri nauðsynlegt að veita stjórn EFF heimild til áframhaldandi viðræðna við kröfuhafa félagsins í því skyni að gæta hagsmuna Reykjanesbæjar og vinna að endanlegri lausn til framtíðar. Þetta hafa öll sveitarfélögin gert sem eru eigendur Fasteignar.

Í ljós hefur þó komið að ekki er allt sem sýnist í þessu máli og m.a. hafa Samtök ísl. Sveitarfélaga gert athugasemdir við fyrirhugaða leigusamninga og sent þær athugasemdir til Reykjanesbæjar. Þar er sveitarfélögunum ráðlagt að leita til sérfróðra aðila um sjálfstæða ráðgjöf í þessu máli.

Þessar athugasemdir voru ekki kynntar bæjarráði Reykjanesbæjar og er það miður og ekki í fyrsta sinn sem upplýsingum er haldið frá minnihlutanum.

Ennig ber hér að nefna að ekki hafa neinar upplýsingar um ástand fasteigna EFF í Reykjanesbæ verið lagðar fram í bæjarráði þrátt fyrir óskir Samfylkingarinnar þar af lútandi.

Á síðasta bæjarráðsfundi, þann 31. maí, lagði undirritaður því til við bæjarráð Reykjanesbæjar að gengið verði til samninga við sérfræðing (ekki tengdan EFF eða Capacent) á þessu sviði og honum falið að skoða betur þá leigusamninga sem í boði eru auk þess að kanna fjárhagslegar skuldbindingar sem fylgja ofangreindum samningum.

Því miður var þessi tillaga mín ekki færð til bókar þar sem málið var ekki á dagskrá.

Undirritaður mun því á næsta fundi bæjarráðs þann 7. júní ítreka ósk sína um sjálfstæða úttekt á málefnum Fasteignar sem að mati mínu mati mun leiða í ljós að hugsanlega sé best að mæla með því að Eignarhaldsfélagið Fasteign verði tekið til gjaldþrotaskipta þannig að hvert og eitt sveitarfélag ráði að fulli sinni samningsgerð við kröfuhafa.

Þetta er brýnt hagsmunamál og snýst ekki um pólitíska hagsmuni.

Friðjón Einarsson,
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.