Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 14. maí 2003 kl. 13:32

Ætlar þú að stunda sumarvinnu hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar?

Umsóknarfrestur um störf í Vinnuskóla Reykjanesbæjar í sumar lýkur á morgun. Þeir nemendur sem ætla að sækja um starf rafrænt eru því hvattir til þess að gera svo í dag.Senda inn rafræna umsókn

Vinnutímabil fyrir 8. bekk er kl. 08 - 12:00. Fyrra tímabil er frá 10. júní til 11. júlí. Það seinna er frá 7. júlí til 8. ágúst. Vinnutímabil fyrir 9. og 10. bekk eru kl. 08. - 16:00. Föstudagar kl. 08:00 - 12:00. Tímabil: 10. júní til 30. júlí.

Umsóknareyðublöð liggja einnig frammi á skrifstofu Vinnuskólans í Kjarna, Hafnargötu 57 og hjá skólariturum grunnskólanna. Nánari upplýsingar veitir Ragnar Örn Pétursson forvarnar- og æskulýðsfulltrúi í síma 421 6700 eða 896 3310. Netfang Vinnuskóla Reykjanesbæjar er [email protected]

Þeim sem eru 16 ára og eldri og geta ekki sótt um starf í Vinnuskólanum er bent á að skrá sig hjá Vinnumiðlun Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024