Aðventudagskrá í Grindavíkurkirkju
Það verður líf og fjör í Grindavíkurkirkju næstu daga í tilefni aðventunnar. Á sunnudaginn kl. 11:00 kemur Brúðuleikhús Helgu Steffensen í heimsókn. Aðventuhátíð hefst kl. 17, séra Hjörtur Hjartarson predikar, kirkjukórar Grindavíkur- og Keflavíkurkirkju syngja ásamt Brimkórnum en stjórnendur þeirra eru Örn Falkner, Hákon Leifsson og Ester Helga Guðmundsdóttir.
Hugvekju flytur Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir og fermingarbörn lesa jólasögur.
Foreldramorgnar í kirkjunni hafa verið vinsælir en þeir sem vilja taka þátt í undirbúningi fyrir jólaball, mæti þriðjudaginn 4. des. kl. 10:00. Fyrirhugað er að halda jólaballið þann 11. des. í safnaðarheimilinu.
Sóknarnefndin.
Hugvekju flytur Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir og fermingarbörn lesa jólasögur.
Foreldramorgnar í kirkjunni hafa verið vinsælir en þeir sem vilja taka þátt í undirbúningi fyrir jólaball, mæti þriðjudaginn 4. des. kl. 10:00. Fyrirhugað er að halda jólaballið þann 11. des. í safnaðarheimilinu.
Sóknarnefndin.