Aðgengismál fatlaðra í Reykjanesbæ
Ég heiti Friðrik og bý í Ytri-Njarðvík. Ég er búinn að vera bundinn við hjólastól síðan ég var 10 ára og bý á sambýli með bróður mínum og tveimur öðrum mér óskildum strákum sem eru með fötlun líka.
Bærinn á húsið en við borgum húsaleigu og deilum kostnaði saman. Við höfum starfsfólk sem aðstoðar okkur allan sólarhringinn með allar þarfir okkar. Tilgangur pistilsins er að fræða fólk um aðgengismál í Reykjanesbæ og þar sem ég hef farið vítt og breitt um allt á hjólastólnum og hef kynnst öllu sem viðkemur aðgengi, langar mig að vekja áhuga fólks á ákveðnum málum bæði góðum og slæmum sem þarf að ræða um, þessir pistlar eru hluti af verkefni sem ég er að gera á starfstengdunámi á vegum Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og það eiga eftir að koma þrír pistlar í viðbót frá mér.
Hafnargatan lítur vel út eftir að hafa verið tekin í gegn árið 2003 en það er mjög erfitt fyrir mig að keyra á hellum af því þær eru misjafnar og það þarf að bæta gangbrautarkantana þegar maður fer yfir götuna. Aðgengi í flestum verslunum bæjarins við Hafnargötu þarf að laga. Það þarf annaðhvort að lækka þröskulda, búa til skábraut eða steypa skábraut til að komast inní verslanir og Það er ljóst að bein fjárframlög opinberra aðila til að bæta aðgengi eru lítil sem engin. Það væri hægt að fá styrki frá góðgerðasamtökum til þess að aðstoða við fjármögnun á aðgengi og það eru lítil dæmi um framlög frá ríkinu og góðgerðarsamtökum til þess að bæta aðgengi. Þetta verður að breytast og ef litið er til reynslu frænda okkar á Norðurlöndunum er nauðsynlegt að sem allra fyrst verði gripið til aðgerða til að flýta fyrir þróun mála í Reykjanesbæ og á öllu landinu. Ég keyri mikið á stólnum niðrí bæ, sæki flesta menningarviðburði sem eru að gerast í bænum svo sem bíó, tónleika eða leikhús. Aðgengi í bíóinu þarf að laga því ég get bara lagt rafmagnshjólastólnum fremst og fæ hálsríg af því að sitja svona nálægt tjaldinu. Það er ekkert aðgengi í strætó. Það myndi þurfa setja braut sem er hægt að leggja út eða eitthvað annað og það þyrfti smá fjármagn til þess að gera þetta. Það væri hægt að spara í ferðaþjónustu fatlaðra með því að gera strætó aðgengilegri og með tímanum myndi bílaflotinn breytast og hægt væri að leysa vandamálið í eitt skipti fyrir öll. Reykjanesbær gerði verksamning við Hópferðir Sævars sem sjá um akstur á fólki með fötlun og vorið 2007 ákváðu eigendur Hópferða Sævars að stofna dótturfyrirtæki sem heitir Ferðaþjónusta Fatlaðra á Reykjanesi. Því er ætlað að mæta akstursþörfum einstaklinga með fötlun sem búa á Reykjanessvæðinu. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu, stuttan viðbragðstíma og öryggi. Markmið ferðaþjónustu fatlaðra er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki kleift að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda. Sveitarfélög setja reglur um rekstur ferðaþjónustu fatlaðra.
Það jákvæða er að bærinn hefur bætt aðgengi í sumum byggingum eins og opinberum byggingum í eigu bæjarins sem verða samkvæmt nýjum lögum að hafa lyftu og gott aðgengi. Einnig verslunum í verslunarkjarnanum Krossmóa en þar er búið að bæta aðgengið, það er nýtt húsnæði og húsnæðið þar sem Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum er með aðstöðu. Ég vil bara koma á famfæri að ég mun halda áfram að berjast fyrir betra aðgengi og tala um málefni fatlaðra, það er líka margt gott í þessum bæ hvað varðar aðgengi.
Kær Kveðja
Friðrik Guðmundsson
Heimildir:
Friðrik Guðmundsson 2013, 25.Febrúar.
Sagan – Slóðin: www.bus4u.is
Hafnargatan lítur vel út eftir að hafa verið tekin í gegn árið 2003 en það er mjög erfitt fyrir mig að keyra á hellum af því þær eru misjafnar og það þarf að bæta gangbrautarkantana þegar maður fer yfir götuna. Aðgengi í flestum verslunum bæjarins við Hafnargötu þarf að laga. Það þarf annaðhvort að lækka þröskulda, búa til skábraut eða steypa skábraut til að komast inní verslanir og Það er ljóst að bein fjárframlög opinberra aðila til að bæta aðgengi eru lítil sem engin. Það væri hægt að fá styrki frá góðgerðasamtökum til þess að aðstoða við fjármögnun á aðgengi og það eru lítil dæmi um framlög frá ríkinu og góðgerðarsamtökum til þess að bæta aðgengi. Þetta verður að breytast og ef litið er til reynslu frænda okkar á Norðurlöndunum er nauðsynlegt að sem allra fyrst verði gripið til aðgerða til að flýta fyrir þróun mála í Reykjanesbæ og á öllu landinu. Ég keyri mikið á stólnum niðrí bæ, sæki flesta menningarviðburði sem eru að gerast í bænum svo sem bíó, tónleika eða leikhús. Aðgengi í bíóinu þarf að laga því ég get bara lagt rafmagnshjólastólnum fremst og fæ hálsríg af því að sitja svona nálægt tjaldinu. Það er ekkert aðgengi í strætó. Það myndi þurfa setja braut sem er hægt að leggja út eða eitthvað annað og það þyrfti smá fjármagn til þess að gera þetta. Það væri hægt að spara í ferðaþjónustu fatlaðra með því að gera strætó aðgengilegri og með tímanum myndi bílaflotinn breytast og hægt væri að leysa vandamálið í eitt skipti fyrir öll. Reykjanesbær gerði verksamning við Hópferðir Sævars sem sjá um akstur á fólki með fötlun og vorið 2007 ákváðu eigendur Hópferða Sævars að stofna dótturfyrirtæki sem heitir Ferðaþjónusta Fatlaðra á Reykjanesi. Því er ætlað að mæta akstursþörfum einstaklinga með fötlun sem búa á Reykjanessvæðinu. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu, stuttan viðbragðstíma og öryggi. Markmið ferðaþjónustu fatlaðra er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki kleift að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda. Sveitarfélög setja reglur um rekstur ferðaþjónustu fatlaðra.
Það jákvæða er að bærinn hefur bætt aðgengi í sumum byggingum eins og opinberum byggingum í eigu bæjarins sem verða samkvæmt nýjum lögum að hafa lyftu og gott aðgengi. Einnig verslunum í verslunarkjarnanum Krossmóa en þar er búið að bæta aðgengið, það er nýtt húsnæði og húsnæðið þar sem Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum er með aðstöðu. Ég vil bara koma á famfæri að ég mun halda áfram að berjast fyrir betra aðgengi og tala um málefni fatlaðra, það er líka margt gott í þessum bæ hvað varðar aðgengi.
Kær Kveðja
Friðrik Guðmundsson
Heimildir:
Friðrik Guðmundsson 2013, 25.Febrúar.
Sagan – Slóðin: www.bus4u.is