Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Aðeins um líffærin okkar
Sunnudagur 5. febrúar 2012 kl. 11:15

Aðeins um líffærin okkar

Birgitta Jónsdóttir Klasen hefur opnað Heilsumiðstöð Birgittu að Hafnargötu 48a í Keflavík. Í nýju heilsumiðstöðinni mun Birgitta stunda náttúrulækningar, þrýstipunktameðferð, heilsunudd, reiki, svæðanudd fyrir giktarsjúklinga, næringarráðgjöf fyrir börn og unglinga og ráðgjöf fyrir unglinga. Í meðferðum sínum kemur Birgitta inn á virkni fjölda líffæra í líkama okkar. Í þessum pistli skýrir hún virkni nokkurra veigamikilla líffæra mannslíkamans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Maginn kemur í framhaldi af vélindanu og liggur milli lifrar og milta. Miltað getur tvöfaldað stærð sína, það geymir einn lítra af blóði til þess að eiga nægar birgðir ef eitthvað skyldi koma upp á, til dæmis ef blóðskortur verður. Brisið liggur við magann, það losar sig við um það bil hálfan til einn lítra af brissafa á dag sem það sendir í þarmana.

Lifrin er stærsti aukakirtill meltingarkerfisins. Hana má finna ofarlega í kviðarholinu, hægra megin. Lifrin vegur 1,5 kíló og er þyngsta líffæri líkamans. Hún framleiðir 0,6 til 1,2 lítra af gallsafa á dag og er virkust á nóttunni. Lifrin er mikilvæg fyrir efnaskipti kolvetna og próteina þar sem hún virkar sem eins konar járngeymsla.

Smáþarmar eru mikilvægasti hluti meltingarkerfisins. Fyrsti hluti smáþarma er skeifugörn. Í smáþörmum fer fram gerjun úrgangsefna með hjálp vatns. Botnlangi er með loku með tveimur vörum, sem eiga að vinna gegn því að eitthvað komist úr ristli til baka í smáþarma. Endaþarmur ber ábyrgð á því að tæmast reglulega, í besta falli tvisvar á dag.

Hjartað er mótor blóðrásarinnar og er um það bil eins stórt og mannshnefi. Hjartsláttur hefur tvo tóna. Venjuleg hjartsláttartíðni telst vera 70 til 80 slög á mínútu en hún er þó háð aldri, kyni og taugakerfi.

Nýru eru, fyrir utan lungu, mikilvægustu hreinsunarlíffæri mannslíkamans. Þau liggja báðum megin hryggjarsúlu, við efstu lendarliði bak við magann. Hægra nýrað má finna undir lifrinni en það vinstra undir miltanu. Hvort nýra vegur um 150 grömm. Nýrnaslagæðar færa nýrum um það bil þriðjung þess blóðmagns sem um blóðrásarkerfið fer. Á einum degi flæða um 1500 lítrar af blóði í gegnum nýrun. Þrátt fyrir það er maðurinn aðeins með fimm til sex lítra af blóði í líkamanum sem hreinsast aftur og aftur. Nýrun sía úrgangsefni úr blóðinu sem fara í þvagpípu yfir í þvagblöðruna og þaðan úr líkamanum.

Birgitta Jónsdóttir Klasen