Aðeins rafrænar umsóknir hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar
Opnað verður fyrir umsóknir miðvikudaginn 8. maí á vefsíðu Reykjanesbæjar en einungis er hægt að sækja um rafrænt.
Forráðamenn fá í kjölfarið tölvupóst með helstu upplýsingum og á hvaða tímabil unglingurinn fer.
Fyrstu 200 sem sækja um á A-tímabil eru í forgangi og eftir það er einungis hægt að sækja um á B-tímabilið.
Lögð er sérstök áhersla á að reikningsnúmer nemanda sé þeirra eigið og á þeirra kennitölu, því öðruvísi er ekki hægt að taka við umsókninni. Ef nemandi á ekki reikningsnúmer þarf að fara í banka og stofna reikning áður en umsókn er lögð inn.
Vinnutímabil sumarið 2013
9. bekkur og 10. bekkur – fá vinnu í 4 vikur.
A-tímabil hefst 10. júní og er til 4. júlí. (Unnið föstudaginn 21. júní til 12:00)
B-tímabil hefst 8. júlí og er til 1. ágúst.
Unnið er frá 08:00 til 16:00 mánudag til fimmtudags.
Frí á föstudögum, nema annað sé tekið fram.
8. bekkur – fá vinnu í 3. vikur.
A-tímabil hefst 18. júní og er til 4. júlí. (Unnið föstudaginn 21. júní til 12:00)
B-tímabil hefst 15. júlí og er til 1. ágúst.
Unnið er frá 08:00 til 12:00 mánudag til fimmtudags.
Frí á föstudögum, nema annað sé tekið fram.
Við bjóðum alla unglinga velkomna í Vinnuskólann í sumar.
Nánari upplýsingar er að nálgast á vefsíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is
Vinnuskólinn er á vegum Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar.
Kveðja Berglind Ásgeirsdóttir
Garðyrkjufræðingur og yfirmaður vinnuskóla