Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Aðalstræti - ys og læti
Sunnudagur 25. mars 2018 kl. 06:00

Aðalstræti - ys og læti

Það var reyndar Austurstræti, en systir hans afa rak matsölu í Aðalstræti, einskonar Tjarnarkaffi eða Réttinn, það er önnur saga. Ég er ánægður með líflínuleiðina í bænum sem liggur frá Duushúsum í Keflavík og út á Stapa í Njarðvík.
Þetta er aðalæðin í bænum og ég vill að hún heiti Aðalstræti (Mainstreet) og ná frá Duus og koma í stað Duusgötu, Hafnargötu, Njarðarbrautar, Tjarnabrautar og  Dalsbrautar.
Þetta yrði lengsta Aðalstræti á Íslandi og þó víðar væri leitað. Þá fengi setningin sem kennd er við húsið Street „up the street“ aftur merkingu.

Við eigum líka að virkja þetta Aðalstræti með sér strætóleið sem æki fram og til baka frá morgni til kvölds. Þetta yrði leið 1 eða Aðalleið. Þetta yrði til mikilla hagsbóta fyrir ýmsa hópa.
1. Innri Njarðvíkingar yrðu betur félagslega tengdir við restina af bænum.
2. Þetta myndi létta á umferð um Aðalstræti þar sem fleiri myndu nota sér strætó.
3. Þetta yrði til mikilla hagsbóta fyrir verslun og þjónustu á öllu Aðalstræti.
4. Ferðalangar erlendir sem íslenskir hefðu mjög marga möguleika til að hoppa á og af strætó og skoða t.d.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Duus, fara á kaffihús eða matsölustaði og versla í gamla bænum, Ráðhúsið, Villapulsu, fara á Heilsugæsluna, augnlæknirinn, í Stapafell, hótelin, Olsen, hafnirnar, pósthúsið, bankana, kaupfélagshöllina, Réttinn,Kentucky, Nettó, Miðstöð strætó (til að fara aðrar leiðir), Das, Hljómahöllina, Sælasjoppusvæðið, Fitjakjarnan, Stekkjakot, Víkingaheima, bæjartjaldsvæði, skóla og leikskóla og alla leið uppá Stapa.
Aðalstræti yrði nýr möguleiki fyrir ferðafólk (hopp on off), upplagt að byggja upp skemmtilegt tjaldsvæði við Stekkjarkot og færa veginn sjávarmegin við það og nær Víkingaheimum.
Það hafa sjálfsagt fleiri fengið þessa eða álíka hugmynd og er það gott, mér datt þetta í hug út frá t.d. Líflínunni, strætópælingum, Pósthússtræti og fl.

Ég hvet unga fólkið sem er að fara í framboð til að skoða þessa hugmynd vel því ég held að hún sé góð, alla vega hefur hún ekki látið mig í friði.

Önnur hugmynd tengd þessari er leiðin frá smábátahöfninni í Keflavík og með ströndinni framhjá Keflavíkurhöfn eftir Bakkastíg og að höfninni í Ytri-Njarðvík mætti heita Hafnastræti.
Auðvitað kostar þetta eitthvað en ég held að þetta myndi efla verslun, þjónustu og ferðamennsku, auk þess að auðvelda fólki að ferðast á milli bæjarhluta og sækja vinnu og skemmtun.

Nafngiftir hafa ótrúlega mikið að segja þegar sameiningarmál eru annars vegar, auk skipulagsmála.
Aðalstræti ys og læti og fólk í strætósæti.

Hjalti Örn Ólason, áhugamaður um bætt mannlíf  á Suðurnesjum.