Aðalfundur Ungra Jafnaðarmanna í kvöld
Í kvöld, fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20.00, verður aðalfundur Ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum haldinn í 88-húsinu við Hafnargötu 88, Reykjanesbæ.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Mikil gróska hefur verið í ungliðadeildum Samfylkingarinnar og hafa verið stofnuð félög víðsvegar um Ísland, nú síðast á Húsavík. Vetrarstarfið er að fara af stað á Suðurnesjum og mun UJ-Suð taka þátt í fræðsluþinginu nú á laugardaginn 6. nóvember.
Fræðsluþingið verður haldið í Hafnarfirði í gamla bókasafninu við Mjósund 10 og hefst dagskrá kl. 10.00 með ávarpi Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Margt er góðra fyrirlesara en tekið verður sérstaklega fyrir framhaldsskólar og atvinnumál ungs fólks.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir sem vilja láta sig varða málefni ungs fólks. Nánari upplýsingar hægt að nálgast hjá stjórn eða á www.politik.is