Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefst í dag
25. aðalfundur S.S.S. verður haldinn í Félagsheimilinu Festi í dag, föstudaginn 13. og á morgun, laugardaginn 14. september 2002. Rétt til fundarsetur eiga allir kjörnir sveitarstjórnarmenn á sambandssvæðinu, framkvæmdastjórar sveitarfélaganna og framkvæmdastjóri.Í dag mun Páll Pétursson félagsmálaráðherra ávarpa fundargesti en á morgun mun verða umræða um sveitarfélögin og íþróttirnar og um sorphirðumál. Þá fer einnig fram aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.