Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Að snúa áföllum yfir í tækifæri
Miðvikudagur 22. apríl 2009 kl. 16:04

Að snúa áföllum yfir í tækifæri

Öll verðum fyrir áföllum á lífsleiðinni og aldrei er hægt að koma í veg fyrir slíkt, þó draga megi úr líkum á hremmingum með varfærni og fyrirhyggju.

Fyrirhyggjuna sem fjórflokkurinn sýndi ekki vegna anna við að úthluta til hvors annars úr ríkissjóð hundruðum miljóna í flokksstyrki, til ráðningar kosningarsmala undir yfirskyni aðstoðarmanna og svo ekki sé talað um eftirlaunafrumvarpið sem afnumið var korteri fyrir kosningar og engin þykist lengur hafa viljað né tekið þátt í afgreiðslu á frumvarpinu.
Nú er reikningur fyrir andvaraleysi ráðamanna kominn og þjóðin skal borga að venju, en við munum lifa það af eins og allt annað er yfir þessa þjóð hefur dunið.

Við skulum snúa þessu áfalli yfir í tækifæri .

Ráðumst í endurbyggingu og viðhald þeirra mannvirkja og menningarverðmæta sem eru að drabbast niður út um allt land, en gerum starfið jafnframt að námi til að við komum sterkari út úr atvinnuleysi en við vorum fyrir, smiður á atvinnuleysisskrá gæti þannig unnið við endurbætur gamalla húsa undir leiðsögn kennara, og væri þannig með viðbótarnám í endurbyggingu gamalla húsa er verkefni líkur, skrifstofumaður gæti unnið við flokkun gamalla skjala og skráningu með leiðsögn kennara sem leiddi til þess að viðkomandi útskrifaðist með viðbótarnám í bókasafnsfræðum og eða annarri grein.

Með því að hætta að sóa þeim hæfileikum og getu þess fólks er á atvinnuleysisskrá er hægt að byggja upp enn öflugri einstaklinga og bjarga verðmætum sem við erum að tapa með ráða og aðgerðaleysi stjórnvalda, við þurfum að taka á ríkisrekstrinum og tilvalið er að flytja aðsetur Landhelgisgæslu og varnamálastofnun á keflavíkurflugvöll ásamt lögregluskólanum til að nýta þá aðstöðu sem til staðar er og til að sameina stofnanir eins og hægt er, á Keflavíkur flugvelli er háskólasamfélag sem  getur komið að menntun í löggæslu sem öryggismálum og þannig gætum við byggt upp öfluga starfssemi.

Opnum allt það húsnæði sem við getum nýtt og bjóðum aðgang fyrir þá sem vilja framleiða vöru eða skapa tekjugefandi tækifæri, leiðum saman nemana í háskólum landsins og þá sem vilja fara í framleiðslu ,þannig að með samhjálp verði byggður upp öflugur iðnaður og vettvangur til sköpunar.

Það er fólkið sem mun leysa vandan og því eiga þingmenn að auðvelda og greiða fyrir með yfirferð og breytingum laga ef þess þarf til að efla starfssemi að þessu tagi, reglur sem krefja opinber fyrirtæki og sveitarfélög um að versla á heimamarkaði verður erfitt að setja vegna fyrri samninga ríkisvalds, en tilmæli geta verið skýr og ef viljinn er til staðar er nánast allt hægt.

Krókaveiðar á handfæri eiga að vera öllum frjálsar og athuga á hvort gildruveiðar á botndýrum geti skapað verðmæti sem og allt það annað sem getur nýst okkur til að komast út úr vandanum sem á okkur er varpað.
Kvótann á að taka af útgerðinni en gefa þeim 18 ár til að afskrifa kvótann á móti tekjum af rekstri ef engar tekjur eru er rétt að skipta um stjórnendur, kvótann á svo að bjóða út árlega þannig að allir sitji við sama borð og geti gert út en vinnsla aflans vill ég að verði landshlutabundinn á meðan við vinnum  okkur út úr vandanum sem fráfarandi ríkisstjórnir bjuggu til með andvaraleysi og spillingu valdsins.

XP á kjördaga

Þorsteinn Valur Baldvinsson
Talsmaður lýðræðishreyfingar í Suðurkjördæmi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024