Að loknum kosningum
Að loknum sveitarstjórnarkosningum vil ég byrja á því að þakka þeim sem trúðu á málstað okkar framsóknarmanna og veittu okkur atkvæði sitt í kosningunum sl. laugardag. Ég vil einnig þakka þeim fjölmörgu sem komu að undirbúningi kosninganna með einum eða öðrum hætti, frambjóðendum og öðrum flokksmönnum.Skýringar
Margir hafa reynt að skýra hvers vegna ekki tókst betur til en raun ber
vitni. Ég held að á því séu margar skýringar. Þær helstu eru auðvitað vantrú kjósenda á listanum, vantrú kjósenda á stefnuskrá okkar og
rógsherferð hinna flokkanna gegn mér persónulega og mínum störfum sem starfsmannastjóra Flugþjónustunnar Keflavíkurflugvelli. Ég hef heyrt
ótrúlegar sögur sem um mig hafa verið sagðar í kosningabaráttunni og
vona að þeir sem þær spunnu séu ánægðir með árangurinn og að þeim líði
nú betur.
Heiðarleg barátta af okkar hálfu
Ég er ánægður með hvernig við framóknarmenn höguðum okkar kosningabaráttu. Við lögðum áherslu á jákvæðan málflutning og gættum
okkar á því að eyða ekki orku í að tala illa um hina framboðslistana.
Ég hef trú á að slík jákvæð orka skili meiru til lengri tíma litið.
Erfiður tími framundan
Niðurstöður kosninganna benda til þess að bæjarbúar hafi ekki haft trú
á því sem við framsóknarmenn höfðum fram að færa. Á því kjörtímabili
sem framundan er verður á brattan að sækja. Það er mikil breyting að
fara frá því að vera leiðandi afl í helstu málaflokkum og til þess að
eiga ekki fulltrúa í helstu nefndum og ráðum. Það er því erfiður tími
framundan fyrir okkur framsóknarmenn í Reykjanesbæ. Við munum nota hann til þess að endurskoða okkar vinnubrögð og stefnum ótrauðir að því að ná fyrri stöðu í næstu kosningum.
Að lokum óska ég Sjálfstæðismönnum til hamingju með árangurinn og vona að þeim farnist vel í stjórnun bæjarins. Ég mun leggja mitt af mörkum til þess að svo megi verða en einnig veita nauðsynlegt aðhald þegar þess gerist þörf.
Kveðja
Kjartan Már Kjartansson
bæjarfulltrúi framsóknarmanna í Reykjanesbæ
Margir hafa reynt að skýra hvers vegna ekki tókst betur til en raun ber
vitni. Ég held að á því séu margar skýringar. Þær helstu eru auðvitað vantrú kjósenda á listanum, vantrú kjósenda á stefnuskrá okkar og
rógsherferð hinna flokkanna gegn mér persónulega og mínum störfum sem starfsmannastjóra Flugþjónustunnar Keflavíkurflugvelli. Ég hef heyrt
ótrúlegar sögur sem um mig hafa verið sagðar í kosningabaráttunni og
vona að þeir sem þær spunnu séu ánægðir með árangurinn og að þeim líði
nú betur.
Heiðarleg barátta af okkar hálfu
Ég er ánægður með hvernig við framóknarmenn höguðum okkar kosningabaráttu. Við lögðum áherslu á jákvæðan málflutning og gættum
okkar á því að eyða ekki orku í að tala illa um hina framboðslistana.
Ég hef trú á að slík jákvæð orka skili meiru til lengri tíma litið.
Erfiður tími framundan
Niðurstöður kosninganna benda til þess að bæjarbúar hafi ekki haft trú
á því sem við framsóknarmenn höfðum fram að færa. Á því kjörtímabili
sem framundan er verður á brattan að sækja. Það er mikil breyting að
fara frá því að vera leiðandi afl í helstu málaflokkum og til þess að
eiga ekki fulltrúa í helstu nefndum og ráðum. Það er því erfiður tími
framundan fyrir okkur framsóknarmenn í Reykjanesbæ. Við munum nota hann til þess að endurskoða okkar vinnubrögð og stefnum ótrauðir að því að ná fyrri stöðu í næstu kosningum.
Að lokum óska ég Sjálfstæðismönnum til hamingju með árangurinn og vona að þeim farnist vel í stjórnun bæjarins. Ég mun leggja mitt af mörkum til þess að svo megi verða en einnig veita nauðsynlegt aðhald þegar þess gerist þörf.
Kveðja
Kjartan Már Kjartansson
bæjarfulltrúi framsóknarmanna í Reykjanesbæ