Að lokinni Ljósanótt
Að lesa Víkurfréttir er mér ánægjuefni. Sérstaklega var gaman að lesa um Ljósanótt í Keflavík. Ég var þess aðnjótandi að sitja inni á glæsilegum veitingasölum á veitingahúsinu Ránni, með góðum vini og fylgjast með þegar Bergið var upplýst með glæsibrag.Verra var síðan að lesa pólitíska grein um sama atburð þar sem reynt var að draga úr því hver í raun og veru hafði mestan veg og vanda af málinu. Háttur sveitarstjórnamanna að setja málin í nefnd og þar sofna þau mjög vel. Maðurinn er að sjálfsögðu Steinþór Jónsson, hann varð ekki svæfður!Steinþór Jónsson er maður vikunnar, ef ekki alls ársins. Að sjálfsögðu koma margir aðrir aðilar að málinu en það þarf framkvæmdamann til að reka endahnút á svona dásamlegan atburð.Meira að segja „Frammarinn“ okkar ágætur Hjálmar Árnason, sagði rétt frá og kunni að segja til hamingju, skuldbindingalaust. Það er meira en Kjartan Már Kjartansson, sveitastjórnarmaður Reykjanesbæjar (KEFLAVÍKUR) gerði. Með allra bestu kveðjum, Jóhannes Arason.