Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Að læra af fortíðinni
    „Lengi hafa atvinnumál á Suðurnesjum verið erfið, fyrst eftir að herinn fór og svo efnahagshrunið, tölur sýna og umræðan að nú vantar fólk í vinnu, það eru því ekki þeir hvatar sem ýta mönnum áfram í þessum málum.“
  • Að læra af fortíðinni
    Benoný Harðarson.
Föstudagur 27. nóvember 2015 kl. 12:00

Að læra af fortíðinni

Íbúakosningar um fyrirhugað kísilver í Helguvík standa yfir dagana 24. nóvember-4. desember.

Íbúar Reykjanesbæjar eru ekki aðeins að kjósa um loftgæðin í umhverfi sínu, og hvort þeir vilji hafa verksmiðju aðeins rúman kílómetra í burtu frá byggð, þeir eru einnig að kjósa um gæði umhverfisins fyrir börn sín og barnabörn, þær kynslóðir sem á eftir okkur koma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lengi hafa atvinnumál á Suðurnesjum verið erfið, fyrst eftir að herinn fór og svo efnahagshrunið, tölur sýna og umræðan að nú vantar fólk í vinnu, það eru því ekki þeir hvatar sem ýta mönnum áfram í þessum málum.

 

Í fréttum þessa dagana hóta stjórnendur álversins í Hafnarfirði að loka álverinu, ef þeir sem vinna hjá þeim ganga ekki að þeirra kröfum í kjaraviðræðum, þetta sýnir auðvitað að erlendum stórfyrirtækjum er alveg sama um þau samfélög sem þau erum í, þau koma og hirða gróðann, og hóta svo að fara ef gróðinn minnkar eða menn gera ekki nákvæmlega eins og fyrirtækin vilja.

 

Er þetta rétta leiðin fyrir íbúa Reykjanesbæjar? Er rétta leiðin að leyfa erlendu stórfyrirtæki að menga umhverfið, eyðileggja loftgæðin, og þrátt fyrir það veistu aldrei hvenær fyrirtækið lokar og fer.

Ekki viljum við að það sama gerist og þegar herinn fór, vítin eru nefnilega til að varast.

Segjum nei við þessu kísilveri. Stöndum með samfélaginu á Suðurnesjum!

Benóný Harðarson