Að kennaraverkfalli loknu: Sjónarmið foreldris
Þá er kennaraverkfall að baki – eitthvað sem að maður hélt að ábyrgir sveitastjórnarmenn og forystumenn kennara myndu koma í veg fyrir á síðustu stundu enda segir sagan okkur að verkföll leiða fátt annað af sér en tóm leiðindi og skila sjaldnast því sem ætlað var í upphafi. En það gerðist ekki. Verkfallið skall á og stóð í litlar 7 vikur. Ég eins og flestir foreldrar lét lítið fyrir mér fara og beið þess að ljósið rynni upp fyrir samninganefndunum. En það gerðist ekki. Ekki fyrr en þann 17. nóvember eftir svita og tár (veit ekki með blóðið).
Ég er fylgjandi því að kennarar hafi mannsæmandi laun og styð þá í baráttunni en verð þó að nefna tvö atriði sem ég er ekki sáttur við í málflutningi þeirra og gjörðum.
Undanfarnar vikur hef ég nokkrum sinnum heyrt þá skoðun kennara að við foreldrar grunnskólabarna og jafnvel þjóðfélagið allt líti á skólann sem geymslustað fyrir börnin meðan við erum í vinnunni og starf kennarra einskonar barnfóstrustarf eða að kennarar séu einskonar “au pair” fyrir foreldra grunnskólabarna. Þessu hafna ég algerlega og fullyrði að ábyrgir foreldrar líta ekki svo á – enda þvílík fjarstæða. Foreldrum er mjög umhugað um menntun barna sinna og láta ekki bjóða sér svona málflutning. Ég skil ekki hvaðan þetta kemur og ég trúi ekki að einhver meining sé á bakvið þetta. Þetta hlýtur að vera sagt í hita leiksins en mér sárnaði bara svolítið samt sem áður. Ég veit ekki betur en að foreldrar beri hag barnanna fyrir brjósti, fylgist með skólastarfi í sí auknum mæli og styðji kennara eins og frekast er unnt.
Við foreldrar eigum því þennan málflutning ekki skilið.
Að mæta ekki til vinnu þann 15. eins og lög kváðu á um fannst mér vera mjög taktlaus aðgerð hjá kennurum og munu kennarar sjá það sjálfir þegar þeim rennur reiðin. Þeim sem og öðrum borgurum þessa lands ber að fara að lögum og við bætist að þeir eru auðvitað mikilvæg fyrirmynd.
Í annarri grein grunnskólalaga nr. 66/1995 segir:
“Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið”
Kennarar gáfu þessum reglum langt nef í nafni þess að þeir væru í besta falli vonsviknir í versta falli öskufúlir. Það var ekki rétt af þeim. Þessi aðgerð beindist gegn börnunum og varð til þess að flísaðist upp úr þöglum stuðningi foreldra við kennara.
Ég er áhugamaður um að setja menntunina í öndvegi og tel að við Íslendingar mættum gera mun betur. Á háskólahátið fyrir skemmstu fjallaði Páll Skúlason á áhrifamikinn hátt um menntabyltinguna sem hann nefndi svo, en rektor sagði meðal annars:
“Kennaraverkfallið sem enn stendur yfir er ótvírætt merki um alvarlega og djúpstæða deilu í samfélagi okkar um það hver starfsskilyrði og kjör kennara í grunnskólum landsins skulu vera. Og vera má að hliðstæð deila kraumi einnig undir hvað varðar kennara í framhaldsskólum og háskólum. Kjör kennara í Háskóla Íslands eru altént fjarri því að vera viðunandi, þótt þau hafi skánað hin síðari ár. Vandinn sem við stöndum hér frammi fyrir virðist mér stafa af röngu gildismati í samfélagi okkar á því sem mestu skiptir fyrir velferð okkar og komandi kynslóða. Við vanmetum einfaldlega gildi menntunar fyrir sjálf okkur og þjóðfélagið í heild og teljum ranglega að það sé hægt að halda uppi góðu menntakerfi með miklu minni tilkostnaði en mögulegt er í reynd. Þetta háskalega vanmat virðist mér stafa af því að við höfum ekki enn gert okkur ljósa grein fyrir menntabyltingunni sem gengur yfir heiminn og hvernig við hljótum að taka þátt í henni með því að setja menntamálin í öndvegi og leggja miklu meira til þeirra en við höfum gert til þessa.”
Þetta var fín ræða hjá rektori og gaman að hugsa til þess að menntmálaráðherra sat beint fyrir framan rektor á fremsta bekk meðan hann fór með þessi sannindi. Þessi orð hljóta að hafa haft áhrif á hana – amk. hefði þetta mikil áhrif á mig.
Og þá er eðlilegt að spurt sé: Er mögulegt fyrir okkur að stíga úr meðalmennskunni og endurmeta gildismat okkar? Er mögulegt að okkar ágæta sveitarfélag muni ganga fram fyrir skjöldu og bjóða kennurum sínum hreinlega betri kjör en landsmeðaltal segir til um –Er mögulegt að spyrja okkur íbúana kannski hvort að við séum sátt við ríkjandi gildismat – hvort við höfum áhuga á að leggja meiri áherslu á menntun barnanna okkar með því að halda góðum kennurum ánægðum í starfi? Ég myndi amk. taka vel það. Stundum hef ég haft á tilfinningunni að miklu auðveldara sé fyrir ráðamenn sveitarfélaga að finna fjármagn til að reisa sér minnisvarða úr steinsteypu en öðru fyrirferðarminna efni, enda hættara við því að mjúku málin falli fljótar í gleymskunnar þoku en steinsteypukumbaldar.
Hér í bæ hefur ríkt talsverður metnaður gagnvart skólastarfi, amk. hefur bænum tekist að skapa sér þá ímynd. Þetta segi ég vegna þess að ég hef verið búsettur annarsstaðar og meðhöndlun bæjaryfirvalda á skólamálum (séð úr fjarlægð) réði bara allnokkru um að ákveðið var að velja Reykjanesbæ sem framtíðar búsetustað. Bæjarfélagið stendur framarlega þegar kemur að því að hlúa að skólastarfi (ég tel mig hafa samanburð) og það er því ljóst að hér ráða ekki eintómir kumbaldasmiðir ferðinni, heldur fólk sem getur látið til sín taka í “mjúku málunum” líka. Er nú ekki lag til að skapa okkur sérstöðu meðal sveitarfélaga landsins?
Ég hef ákveðið að erfa ekki fyrrnefnd tvö atriði við kennara og forystu þeirra (sem að ég held reyndar að ætti að taka sér langt frí) eða óbilgjarna og miðstýrða samninganefnd sveitarfélaga (sem kannski ætti líka að fara í frí, ef hún er þá ekki þegar farin). Það er alveg klárt í mínum huga að verkefni kjörinna fulltrúa okkar í landsmálum og sveitarstjórnum er að búa svo um hnúta að nýliðið kennaraverkfall sé það síðasta sem við upplifum og ég geri ráð fyrir að um það sé alger samstaða, ég trúi amk. ekki öðru. Hjálpumst að við að láta árið 2004 verða meitlað í grjót sögunnar sem árið sem geymdi allra síðasta verkfall kennara.
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ekki getum við fjölskyldan kvartað sérstaklega yfir raski eða óþægindum vegna kennaraverkfalls sem kannski var meira foreldravandamál á köflum. Dætur okkar fengu dýrmætar samverustundir með ömmu og afa í Reykjavík og sú eldri sem hafði mikið óyndi af prjónaskap og gat varla frekar en faðir hennar prjónað eina lykkju skammlaust, töfraði 2 metra trefil fram af prjónum sínum og svei mér þá ef henni hefur ekki farið fram í stærðfræðinni.
Þorsteinn Magnússon
Reykjanesbæ
Ég er fylgjandi því að kennarar hafi mannsæmandi laun og styð þá í baráttunni en verð þó að nefna tvö atriði sem ég er ekki sáttur við í málflutningi þeirra og gjörðum.
Undanfarnar vikur hef ég nokkrum sinnum heyrt þá skoðun kennara að við foreldrar grunnskólabarna og jafnvel þjóðfélagið allt líti á skólann sem geymslustað fyrir börnin meðan við erum í vinnunni og starf kennarra einskonar barnfóstrustarf eða að kennarar séu einskonar “au pair” fyrir foreldra grunnskólabarna. Þessu hafna ég algerlega og fullyrði að ábyrgir foreldrar líta ekki svo á – enda þvílík fjarstæða. Foreldrum er mjög umhugað um menntun barna sinna og láta ekki bjóða sér svona málflutning. Ég skil ekki hvaðan þetta kemur og ég trúi ekki að einhver meining sé á bakvið þetta. Þetta hlýtur að vera sagt í hita leiksins en mér sárnaði bara svolítið samt sem áður. Ég veit ekki betur en að foreldrar beri hag barnanna fyrir brjósti, fylgist með skólastarfi í sí auknum mæli og styðji kennara eins og frekast er unnt.
Við foreldrar eigum því þennan málflutning ekki skilið.
Að mæta ekki til vinnu þann 15. eins og lög kváðu á um fannst mér vera mjög taktlaus aðgerð hjá kennurum og munu kennarar sjá það sjálfir þegar þeim rennur reiðin. Þeim sem og öðrum borgurum þessa lands ber að fara að lögum og við bætist að þeir eru auðvitað mikilvæg fyrirmynd.
Í annarri grein grunnskólalaga nr. 66/1995 segir:
“Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið”
Kennarar gáfu þessum reglum langt nef í nafni þess að þeir væru í besta falli vonsviknir í versta falli öskufúlir. Það var ekki rétt af þeim. Þessi aðgerð beindist gegn börnunum og varð til þess að flísaðist upp úr þöglum stuðningi foreldra við kennara.
Ég er áhugamaður um að setja menntunina í öndvegi og tel að við Íslendingar mættum gera mun betur. Á háskólahátið fyrir skemmstu fjallaði Páll Skúlason á áhrifamikinn hátt um menntabyltinguna sem hann nefndi svo, en rektor sagði meðal annars:
“Kennaraverkfallið sem enn stendur yfir er ótvírætt merki um alvarlega og djúpstæða deilu í samfélagi okkar um það hver starfsskilyrði og kjör kennara í grunnskólum landsins skulu vera. Og vera má að hliðstæð deila kraumi einnig undir hvað varðar kennara í framhaldsskólum og háskólum. Kjör kennara í Háskóla Íslands eru altént fjarri því að vera viðunandi, þótt þau hafi skánað hin síðari ár. Vandinn sem við stöndum hér frammi fyrir virðist mér stafa af röngu gildismati í samfélagi okkar á því sem mestu skiptir fyrir velferð okkar og komandi kynslóða. Við vanmetum einfaldlega gildi menntunar fyrir sjálf okkur og þjóðfélagið í heild og teljum ranglega að það sé hægt að halda uppi góðu menntakerfi með miklu minni tilkostnaði en mögulegt er í reynd. Þetta háskalega vanmat virðist mér stafa af því að við höfum ekki enn gert okkur ljósa grein fyrir menntabyltingunni sem gengur yfir heiminn og hvernig við hljótum að taka þátt í henni með því að setja menntamálin í öndvegi og leggja miklu meira til þeirra en við höfum gert til þessa.”
Þetta var fín ræða hjá rektori og gaman að hugsa til þess að menntmálaráðherra sat beint fyrir framan rektor á fremsta bekk meðan hann fór með þessi sannindi. Þessi orð hljóta að hafa haft áhrif á hana – amk. hefði þetta mikil áhrif á mig.
Og þá er eðlilegt að spurt sé: Er mögulegt fyrir okkur að stíga úr meðalmennskunni og endurmeta gildismat okkar? Er mögulegt að okkar ágæta sveitarfélag muni ganga fram fyrir skjöldu og bjóða kennurum sínum hreinlega betri kjör en landsmeðaltal segir til um –Er mögulegt að spyrja okkur íbúana kannski hvort að við séum sátt við ríkjandi gildismat – hvort við höfum áhuga á að leggja meiri áherslu á menntun barnanna okkar með því að halda góðum kennurum ánægðum í starfi? Ég myndi amk. taka vel það. Stundum hef ég haft á tilfinningunni að miklu auðveldara sé fyrir ráðamenn sveitarfélaga að finna fjármagn til að reisa sér minnisvarða úr steinsteypu en öðru fyrirferðarminna efni, enda hættara við því að mjúku málin falli fljótar í gleymskunnar þoku en steinsteypukumbaldar.
Hér í bæ hefur ríkt talsverður metnaður gagnvart skólastarfi, amk. hefur bænum tekist að skapa sér þá ímynd. Þetta segi ég vegna þess að ég hef verið búsettur annarsstaðar og meðhöndlun bæjaryfirvalda á skólamálum (séð úr fjarlægð) réði bara allnokkru um að ákveðið var að velja Reykjanesbæ sem framtíðar búsetustað. Bæjarfélagið stendur framarlega þegar kemur að því að hlúa að skólastarfi (ég tel mig hafa samanburð) og það er því ljóst að hér ráða ekki eintómir kumbaldasmiðir ferðinni, heldur fólk sem getur látið til sín taka í “mjúku málunum” líka. Er nú ekki lag til að skapa okkur sérstöðu meðal sveitarfélaga landsins?
Ég hef ákveðið að erfa ekki fyrrnefnd tvö atriði við kennara og forystu þeirra (sem að ég held reyndar að ætti að taka sér langt frí) eða óbilgjarna og miðstýrða samninganefnd sveitarfélaga (sem kannski ætti líka að fara í frí, ef hún er þá ekki þegar farin). Það er alveg klárt í mínum huga að verkefni kjörinna fulltrúa okkar í landsmálum og sveitarstjórnum er að búa svo um hnúta að nýliðið kennaraverkfall sé það síðasta sem við upplifum og ég geri ráð fyrir að um það sé alger samstaða, ég trúi amk. ekki öðru. Hjálpumst að við að láta árið 2004 verða meitlað í grjót sögunnar sem árið sem geymdi allra síðasta verkfall kennara.
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ekki getum við fjölskyldan kvartað sérstaklega yfir raski eða óþægindum vegna kennaraverkfalls sem kannski var meira foreldravandamál á köflum. Dætur okkar fengu dýrmætar samverustundir með ömmu og afa í Reykjavík og sú eldri sem hafði mikið óyndi af prjónaskap og gat varla frekar en faðir hennar prjónað eina lykkju skammlaust, töfraði 2 metra trefil fram af prjónum sínum og svei mér þá ef henni hefur ekki farið fram í stærðfræðinni.
Þorsteinn Magnússon
Reykjanesbæ