Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Að hafa efni á?
Föstudagur 19. ágúst 2011 kl. 10:49

Að hafa efni á?

- Leikskólakennarar

Nú stefnir allt í að verkfall leikskólakennara skelli á mánudaginn 22. ágúst nk. Ástæðan: Sveitarfélögin hafa ekki efni á því að borga leikskólakennurum sambærileg laun og hin" hálaunaða " stétt grunnskólakennara fær. En hver er forgangsröðunin tökum sem dæmi bæjarfélagið sem ég hef búið svo að segja alla mína ævi - Grindavík. Hverju hafa þeir efni á?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þeir hafa efni á að „selja“ ætti kannski frekar að segja gefa félagsheimilið Festi á heilar 15 milljónir þrátt fyrir að fasteignin sé metinn á 80 milljónir. Þeir hafa sem sagt efni á að tapa 65 milljónum.


Þeir hafa efni á að kaupa hús fyrir bæjarstjórann þrátt fyrir að nýlega hafi gamla bæjarstjórahúsið verið selt með miklum afföllum. En það er kannski skiljanlegt að kaupa þurfi húsnæði fyrir bæjarstjórann , mánaðarlaunin hans eru jú bara rúmlega fjórföld mánaðarlaun leikskólakennara.


Þeir hafa efni á að koma með þau tilmæ li sem koma frá höfuðstöðvum Sambands sveitarfélaga þvert á tilmæli stéttarfélaga leikskólakennara og leiðbeinanda að skikka leiðbeinendur og skólastjórnendur til að halda leikskólunum opnum og fremja þar af leiðandi verkfallsbrot.


Þeir hafa efni á að lítilsvirða leikskólakennara, leiðbeinendur og allt það sem leikskólastarfið stendur fyrir með ummælum síðustu daga sem kemur jú kannski ekki á óvart það eru nefnilega ekki kosningar í ár og atkvæðin okkar eru ekki föl þessa dagana.


Nú hefur verið upptalið hvað bæjaryfirvöld í Grindavík hafa efni á um þessar mundir en hvað hafa leikskólakennarar efni á?

Við höfum ekki efni á að kaupa Festi þó svo að það hafi verið gjafverð.

Við höfum ekki efni á að reka heimili á núverandi launum.

Við erum ekki að fara fram á að fá hús - nei við förum fram á mannsæmandi laun til að geta borgað af okkar eigin húsnæði.

Að lokum vil ég spyrja bæjaryfirvöld í Grindavík - Hvar er forgangsröðun ykkar? Eru ekki börnin okkar framtíð eða höfum við ekki efni á því að eiga börn í Grindavík?

„Maður á ekki að fá minni laun fyrir að kenna minna fólki“.


Baráttukveðjur
Fríða Egilsdóttir
Höfundur er leikskólakennari í leikskólanum Laut í Grindavík