Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Að gefnu tilefni
  • Að gefnu tilefni
Föstudagur 23. maí 2014 kl. 14:00

Að gefnu tilefni

Friðjón Einarsson skrifar.

Samfylkingin og óháðir í Reykjanesbæ eru tilbúnir að leiða Reykjanesbæ inn í nýja tíma þar sem fjölgun starfa í Reykjanesbæ byggir á heilbrigðu starfsumhverfi, minni og meðalstórum fyrirtækjum, sem byggja tilveru sína á heilbrigðri áætlun og varfærni í fjármálum.  

Við ætlum að endurskoða allan rekstur bæjarfélagsins, leggja til nýtt skipulag, nýja stefnu og uppstokkun nefnda. Höfnin á t.d. ekki að sjá um atvinnu- og ferðaþjónustu eins og er í skipulaginu í dag.

Við styðjum uppbyggingu í Helguvík, gætum varfærni og lofum ekki gulli og grænum skógi. Við hugsum um umhverfið og vöndum til verka.

Ferðaþjónustan er okkar stóriðja, þar viljum við taka forystu með nýrri stefnumótun og uppbyggingu tjaldstæðis sem við höfum lengi barist fyrir. Við viljum innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar, það er ekki einkamál Reykvíkinga hvar innanlandsflugið er staðsett.

Umhverfismál eru framtíðin, við berum virðingu fyrir náttúrunni, í bænum og nágrenni hans. Umhverfismál eru ekki bara steinhleðslur og torg. Verum ábyrg fyrir umhverfinu okkar.

Bæjarstjórn hefur það hlutverk að ráða bæjarstjóra á 4 ára fresti. Ef Samfylkingin og óháðir komast til valda þá munum við standa rétt að þeirri ráðningu. Ég hef fulla trú að gott samkomulag muni ríkja um þá niðurstöðu.

Við höfum haft forystu um aukið  íbúalýðræði, gegnsæi í fjármálum og samráð á þessu kjörtímabili. Munið XS á kjördag og tryggið þannig nýjan og sterkan meirihluta í Reykjanesbæ.

Friðjón Einarsson,  

Oddviti Samfylkingarinnar og óháðra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024