Ábendingar um fallega garða óskast
Nú er komið að hinum árlegu viðurkenningum fyrir fallega garða og umhverfi sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar stendur fyrir ár hvert. Íbúar eru hvattir til þess þess að senda inn tilnefningar um fallega garða, snyrtileg hús eða vandaðar endurbætur svo og um góðan frágang á byggingarsvæðum.
Tekið er á móti ábendingum í síma 421 6720 (Ágústa) eða á netfangið [email protected] fyrir 10. júlí n.k. segir í tilkynningu frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar.