Karlakórinn
Karlakórinn

Aðsent

Á tímamótum
Laugardagur 14. maí 2022 kl. 12:49

Á tímamótum

Kæri kjósandi í Vogum.

Nú rennur senn upp kjördagur og margir íbúar velta fyrir sé hverjum skuli ljá atkvæði sitt. Margt er í boði og oft getur reynst erfitt að gera upp á milli framboða. E-listinn leggur sín mál í dóm kjósenda. Við höfum og munum ávallt gangast við þeim verkum sem við komum að bæði því sem gengur vel og einnig því sem betur má fara - þannig viljum við vinna. Af 35 stefnumálum sem E-listinn lagði upp með fyrir kjörtímabilið 2018-2022 er 30 málum annað hvort lokið eða þau í vinnslu. Við leggjum spilin á borðið og það er ykkar, kjósendur góðir að vega og meta hvernig við höfum staðið okkur.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á tímum sem þessum, í sveitarfélagi í mikilli uppbyggingu er mikilvægt að haldið sé vel á spilunum og að vandað sé til verka bæði í skipulagi og fjármálum. Við hjá E-listanum höfum sýnt að okkur er treystandi til þess. Það er ykkar að spyrja hverjum þið treystið best fyrir að leiða sveitarfélagið í gegnum áskoranir morgundagsins og inn í nýja tíma. Umfram allt er mikilvægt að nýta atkvæðisrétt sinn á kjördag enda skiptir það nýja bæjarstjórn miklu máli að umboðið sem hún fær sé byggt á traustum grunni. Við leggjum verk okkar og stefnu í hönd kjósenda og vonumst eftir stuðningi ykkar þann 14. maí n.k.

Setjum X við E á kjördag.

Með kosningakveðju

Birgir Örn Ólafsson

Eva Björk Jónsdóttir

Friðrik Valdimar Árnason

Ingþór Guðmundsson

Hanna Lísa Hafsteinsdóttir

Frambjóðendur í 1.-5. sæti E-listans í Sveitarfélaginu Vogum