Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

A-listinn mun lækka leikskólagjöld um 50%
Fimmtudagur 11. maí 2006 kl. 12:04

A-listinn mun lækka leikskólagjöld um 50%

Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafið loforðaflaum sinn fyrir komandi kosningar. Eitt af því sem þeir eru að lofa er lækkun á leikskólagjöldum, lækkun upp á heilar 4850 krónur fyrir 8 klst. pláss, sem samsvarar svo “mikið” sem 17%. Þetta á að heita hjá þeim að tími sé komin á börnin okkar. Þeir eru sem sagt búnir að gleyma því að þeir hafa hækkað leikskólagjöldin verulega á þessu kjörtímabili eða allt upp í 40% Þessi boðaða lækkun er því í raun ekkert annað en tilraun til leiðréttingar á síðustu hækkun þeirra. Ekki er því um raunlækkun að ræða í þessu loforði heldur einungis leiðrétting. Ekkert er minnst á að þeir ætli að lækka neitt meira á kjörtímabilinu sem býður upp á hækkanir þegar fram líða stundir.

D-listinn lofar 17% lækkun en höfðu áður hækkað gjöldin um 40%
Það er nefnilega þannig að barnafjölskyldurnar eru skattpíndasti hópur samfélagsins og, þrátt fyrir ýmis loforð um breytingar á sköttum og gjöldum, hefur ekkert gerst til þess að létta á þessu fólki byrðarnar, fólki sem er að koma upp fjölskyldu, húsnæði og að er að móta sig í þjóðfélaginu. Leikskólagjöld vega mjög þungt í heimilisbókahaldinu og til þess að koma til móts við þennan hóp, verður að koma til verulega lækkun. 4850 kr. á mánuði er ekki veruleg lækkun, langt í frá. Í þessu sambandi vil ég benda á að stóru sveitarfélögin hafa flest tekið ákvörðun um að lækka gjöldin hjá sér, lækkanir upp á 20-30% og mörg hver stefna að gjaldfrjálsum leikskólum. Þar sem leikskólagjöld eru almennt ódýrari í þessum sveitarfélögum en í Reykjanesbæ er ljóst að álögur á barnafjölskyldurnar verða mun hærri hér í bæ.
Við hjá A-listanum erum með fastmótaða stefnu hvað varðar leikskólamálin, við ætlum að lækka leikskólagjöld um 50% á kjörtímabilinu og mun fyrsta lækkun verða eins fljótt og hægt er eftir að við tökum við.

Brynjar Harðarson - Frambjóðandi A-listans í Reykjanesbæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024