Á ekkert að gera?
Þetta varðar gatnamót Aðalgötu, Iðavalla og Suðurvalla. Oft á tíðum hef ég hugsað út í þessu gatnamót. Daglega þarf ég að aka yfir þau og er næstum komin yfir Aðalgötuna áður en hægt er að sjá hvort bíll er að koma niður eða upp Aðalgötu. Girðingarnar hjá Fiskvali og Húsagerðinni þykir mér byrgja sýn og mörg eru slysin búin að vera og nú síðast föstudaginn 24.09.04.
Skrifa ég þessa grein því það vekur upp spurningu hvort bygginganefnd þurfi ekki að meta það (uppá nýtt ef það hefur verði gert áður) hvort þessar girðingar hindri útsýni. Í byggingareglugerðinni stendur meðal annars „Girðingar mega heldur aldrei vera þannig byggðar að þær hindri útsýni á gatnamótum.“ Hægt er að laga þetta með ýmsum hætti t.d. girðingum sem hægt er að sjá í gegnum, setja hraðahindranir á Aðalgötu eða jafnvel hringtorg. Vona ég og aðrir að eitthvað verði að gert áður en banaslys verður á þessum gatnamótum.
Ein með áhyggjur.
Skrifa ég þessa grein því það vekur upp spurningu hvort bygginganefnd þurfi ekki að meta það (uppá nýtt ef það hefur verði gert áður) hvort þessar girðingar hindri útsýni. Í byggingareglugerðinni stendur meðal annars „Girðingar mega heldur aldrei vera þannig byggðar að þær hindri útsýni á gatnamótum.“ Hægt er að laga þetta með ýmsum hætti t.d. girðingum sem hægt er að sjá í gegnum, setja hraðahindranir á Aðalgötu eða jafnvel hringtorg. Vona ég og aðrir að eitthvað verði að gert áður en banaslys verður á þessum gatnamótum.
Ein með áhyggjur.