Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Á bæjarstjórn að ráða yfir okkur eða vinna fyrir okkur?
  • Á bæjarstjórn að ráða yfir okkur eða vinna fyrir okkur?
Fimmtudagur 22. maí 2014 kl. 09:05

Á bæjarstjórn að ráða yfir okkur eða vinna fyrir okkur?

– Ómar Jóhannsson skrifar

Í aðdraganda kosninga er mikið talað um vald. Hver fær völdin í bænum, hvað ætlið þið að gera ef þið komist til valda og svo framvegis. Skilgreiningin á valdi er möguleikinn að koma fram vilja sínum þrátt fyrir andstöðu. Viljum við að fámennur hópur fólks sé með völd til þess að koma fram vilja sínum þrátt fyrir andstöðu. Jafnvel þrátt fyrir andstöðu þeirra sem kusu þessa aðila. Erum við að kjósa fólk til þess að hafa vald yfir okkur eða til þess að vinna fyrir okkur?

Valdreifing
Í bæjarmálun verður ekki komist hjá því að einhverjir taki ákvarðanir um málefni. Í því felst vissulega vald. Með dreifingu þessa ákvörðunarréttar má hinsvegar dreifa þessu valdi. Með auknu aðgengi íbúanna að mikilvægum málum dreifum við þessu valdi til sem flestra og úr verður lýðræði. Landslag þar sem ólíkar hugmyndir koma saman og ákvarðanir eru teknar á grundvelli mismunandi sjónarhorna. Þetta er mögulegt meðal annars með því að koma á fót hverfaráðum og auðvelda íbúum að krefjast funda og kosninga. Með því að nýta upplýsingavefi bæjarins og gera þá gagnvirkari má vel bæta möguleika íbúa í þessum málum.

Aukið gegnsæi
Þá eru fleiri leiðir til þess að draga úr og í leiðinni dreifa valdi bæjarstjórnar. Með auknu gegnsæi í stjórnun Reykjanesbæjar geta íbúar betur fylgst með þeim sem fyrir þá eiga að vinna. Þetta er meðal annars hægt með því að skrá hagsmunatengsl bæjarfulltrúa, opna bókhald og setja skýrari mörk milli stjórnmála og stjórnsýslu. Líkt og hraðamyndavélin fær þig til að hægja á bílnum á eftirlit fólksins að leiða til ábyrgari vinnu bæjarfulltrúa. Það er einfaldlega kominn tími til þess að við áttum okkur á því hver vinnur fyrir hvern.

Ný sýn – nýjar áherslur
Í atvinnumálum má einnig huga að því hvernig valdinu er dreift. Þegar kemur að stóriðjuhugmyndum eru það ekki einungis umhverfismál sem þarf að huga að. Stór fyrirtæki hafa mikið vald. Þau hafa meiri möguleika á að fá sínu fram þar sem margir verða háðir þeim beint eða óbeint. Við í Reykjanesbæ erum enn að glíma við vandamál þess að stærsti vinnustaður svæðisins hvarf á einu bretti heim til lands hinna frjálsu. Með því að ýta undir möguleika lítilla og meðalstórra fyrirtækja má dreifa þessu valdi á fleiri hendur og auka lýðræði í Reykjanesbæ. Með nýrri sýn og áherslum getum við öll haft áhrif og gert Reykjanesbæ frábæran stað fyrir alla.

Ómar Jóhannsson
#9 á S-lista Samfylkingarinnar og óháðra

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024