Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Á að vera landbúnaður á Íslandi?
Mánudagur 27. nóvember 2006 kl. 21:08

Á að vera landbúnaður á Íslandi?

Bændasamtök Íslands efna til morgunverðarfundar í Sunnusal Hótels Sögu nk. miðvikudag, 29. nóvember, kl. 8.15 undir yfirskriftinni „Á að vera landbúnaður á Íslandi?” Tilefni fundarins er m.a. sú umræða sem verið hefur um íslenskan landbúnað og geta hans til að mæta óheftri samkeppni erlendis frá.

Á fundinum mun Valdimar Einarsson, ráðgjafi á Nýja-Sjálandi kynna breytt umhverfi í nýsjálenskum landbúnaði og bera það saman við þann raunveruleika sem blasir við í landbúnaði á Íslandi. Valdimar hefur um 20 ára skeið búið á Nýja-Sjálandi og starfað þar sem búfjárráðunautur og bankamaður.

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og Anna Sigríður Ólafsdóttir, lektor í næringarfræði við KHÍ, flytja einnig erindi á morgunverðarfundinum. Aðalsteinn fjallar í erindi sínu um afleidd störf í landbúnaði og mikilvægi þeirra fyrir byggðir landsins.Anna Sigríður ræðir í sínu erindi um heilsusamleg matvæli af heimaslóðum.

Fundurinn á miðvikudag er öllum opinn, aðgangur ókeypis og veitingar í boði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024