Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Á að loka fæðingardeildinni?
Laugardagur 26. október 2019 kl. 03:13

Á að loka fæðingardeildinni?

Opin spurning til Markúsar I. Eiríkssonar

Mér er ekki rótt.

Ég fæ ítrekað fréttir út mismunandi áttum þess efnis að núverandi forstjóri HSS ætli sér að loka fæðingardeildinni og einnig leggja niður plássin sem notuð eru fyrir hvíldar innlagnir á D deildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auðvitað þarf að standa vörð um grunnþjónustu heilsugæslu á svæðinu en á að gera það á kostnað ungbarna og gamalmenna? Stendur þetta til Markús?

Vonandi er hér einhver misskilningur á ferð því þetta þykir mér ótrúleg og vond þróun.

Kveðja Berglind Ásgeirsdóttir,
gjaldkeri styrktarfélags HSS.