7,1 tonn fóru af Íslendingum árið 2008
Með því að fræða Íslendinga um hollt matarræði vikulega tókst Íslensku Vigtarráðgjöfunum að hjálpa Íslendingum að losna við 7100 kíló eða 7,1 tonn á síðasta ári. Íslensku Vigtarráðgjafarnir hafa starfað síðan 2004 að sögn Kristínar V. Óladóttir hjúkrunarfræðings og ráðgjafa sem er stofnandi Vigtarráðgjafanna.
Okkar framlag til eflingar lýðheilsu er að berjast gegn aukakílóunum og fylgikvillum offitunnar með því að kenna Íslendingum að borða hollan og góðan mat og fá alla þá næringu sem maður þarf úr venjulegum mat án fæðubótarefna. Við leggjum áherslu á að fólk borði úr öllum fæðuflokkum og að fæðið sér næringalega rétt samsett. Við borðum mikinn og góðan mat og gerum áherslubreytingar til að halda árangrinum til frambúðar. Allir geta tekið þátt en við erum með sérsniðið matarprógramm fyrir konur, karla og unglinga svo og sérstakt matarprógramm fyrir fólk með sykursýki 2. Matarprógrammið okkar byggir á áratuga reynslu og með því að fylgja prógramminu eru konur að léttast um 1 kg að meðaltali á viku og karlar um 1,5 kg. Í hverri viku erum við að upplifa jákvæð áhrif þess að bæta mataræðið, betri svefn, aukin velllíðan, meiri orka, minni verkir, minni lyfjanotkun og svo mætti lengi telja.
Vigtarráðgjafi í Reykjanesbæ er Sóley Birgisdóttir lýðheilsufræðingur, MPH. Frekari upplýsingar um Íslensku Vigtarráðgjafana er að finna á heimasíðunni: www.vigtarradgjafarnir.is eða í síma 869-9698.