44 dagar til kjördags
Nú fer kosningabarátta stjórnmálaflokkanna að fara af stað af fullum krafti, enda eru ekki nema 44 dagar til alþingiskosninga. Í kosningunum verður í fyrsta sinn kosið samkvæmt hinum nýju kjördæmum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hér á landi og erlendis hófst þann 15. mars. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum alþingiskosningar 2003.