Viðskipti

Vöruverð 5% lægra og góð jólasala
Úr verslun Nettó í Njarðvík.
Föstudagur 29. desember 2017 kl. 16:19

Vöruverð 5% lægra og góð jólasala

„Heilt yfir var salan mjög góð hjá Samkaup á Suðurnesjum en við höfum verið að horfa á verðhjöðnunartímabil um nokkuð skeið og eru verð hjá okkur tæplega 5% lægri en jólin í fyrra viðskiptavinum til hagsbóta. Því er ekki nóg að horfa á sölutölur í krónum eingöngu og því skoðum við sérstaklega þróun á seldu magni og þróun viðskiptavina,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdstjóri verslunarsviðs Samkaupa hf.

Gunnar sagði að salan vikuna fyrir jólahelgina hafi verið sérstaklega sterk dag eftir dag en svo hafi hægt á henni þegar nær dró aðfangdegi. „Það var rólegra yfir á Þorláksmessu, ekki bara á Suðurnesjum heldur heilt yfir. Mun fleiri viðskiptavinir versluðu heima þessi jólin og í meira mæli. Við sjáum góða aukningu í helstu jólavörunum ss. kjöti, drykkjavörum, ávöxtum og sérvöru,“ sagði Gunnar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024