Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Viðskipti

Útrás Höllu byrjar vel
Halla á nýja staðnum.
Fimmtudagur 22. nóvember 2018 kl. 06:00

Útrás Höllu byrjar vel

– Ferðamenn ánægðir með matinn frá veitingakonunni í Grindavík

„Við sóttum um upp á von og óvon og vorum alveg tilbúin að taka því að vera ekki valin. Við litum á þetta sem prófraun eða æfingu og vildum leggja þá vinnu á okkur að fara í útboð á nýjum veitingastað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Við höfðum mjög gott af þessu því við þurftum að skoða rekstur fyrirtækisins ofan í kjölinn en þetta gekk vel og ég var í einhvern veginn örugg á því að við myndum vinna útboðið og það varð raunin. Byrjunin á staðnum lofar mjög góðu. Þetta var mikil áskorun fyrir okkur og við erum bjartsýn á framtíðina,“ sagði Halla María Sveinsdóttir, stofnandi veitingastaðarins Hjá Höllu í Grindavík, en hún og Sigurpáll Jóhannsson, maður hennar, kynntu rekstur sinn á fundi í Reykjanesbæ nýlega þar sem verið var að kynna Startup Tourims, viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu.

Halla og Sigurpáll fóru yfir þróun staðarins Hjá Höllu og sögðu frá hluta af þeirri vinnu sem átti sér stað í undirbúningi staðarins í flugstöðinni. Þau hafa sannarlega verið með nýsköpun í rekstri veitingastaðarins og nú er Halla orðin vel kynnt í sínum heimabæ Grindavík, á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur farið nýjar leiðir í matargerðinni og lagt upp úr því að gera sína rétti frá grunni og notar eingöngu bestu hráefni. Hollusta er ofarlega á listanum hjá henni. Eitt af því sem hún býður upp á er að senda matarpoka til einstaklinga og fyrirtækja og það hefur verið mjög vinsælt.

Public deli
Public deli

Halla segir að það sé vissulega öðruvísi að reka veitingastað í flugstöð en það sé mjög skemmtilegt. Margir ferðamenn hafi verið ánægðir og látið það í ljós. „Þetta var stórt skref en við stefnum að því að vera þarna næstu árin, jafnvel áratug ef vel gengur,“ sagði veitingakonan úr Grindavík.

Veitingastaður Höllu í flugstöðinni.