Nettó
Nettó

Viðskipti

Sjá um um sérhæfða öryggisþjónustu á Keflavíkurflugvelli
Starfsmenn AVIÖR að störfum á Keflavíkurflugvelli í gær en þeir sjá um mjög sérhæfða öryggisþjónustu þar. VF-myndir: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 15. febrúar 2018 kl. 11:07

Sjá um um sérhæfða öryggisþjónustu á Keflavíkurflugvelli

Öryggismiðstöðin hefur gert samninga við öll stærstu flugfélögin, sem fljúga um Keflavíkurflugvöll, um mjög sérhæfða öryggisþjónustu.
 
Umfang verkefnisins er mjög mikið og hefur fyrirtækið því stofnað sérstakt svið utan um þennan rekstur undir nafninu AVIÖR. AVIÖR var sett á laggirnar í lok síðasta árs og er nú þegar orðið leiðandi einkafyrirtæki í öryggisgæslu á flugvellinum.
 
,,Við sinnum mjög sérhæfðri öryggisþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Við þjónustum flugfélög og hverja þá aðila sem þurfa aukalega öryggisþjónustu vegna sérkrafna sem ganga lengra en Evrópureglugerðir segja til. Við erum í góðu samstarfi við ISAVIA sem tók þá ákvörðun að bjóða ekki upp á þessa aukaþjónustu þar sem það fellur fyrir utan lögbundið hlutverk þeirra,” segir Ómar Brynjólfsson, nýr framkvæmdastjóri AVIÖR í tilkynningu.
 
Hjá AVIÖR starfa nú um 60 starfsmenn og gera áætlanir ráð fyrir að sá fjöldi fari vel yfir 100 þegar nálgast háannatímabil á flugvellingum í sumar. AVIÖR er með skrifstofur í Reykjanesbæ og starfsaðstöðu á Keflavíkurflugvelli.
 
Ómar segir að þetta hafi byrjað með verkefnum á vegum Air Canada í júní 2017. ,,Í framhaldinu var samið við ISAVIA um svokallaða SSSS leit (secondary security selection screening) fyrir íslensku flugfélögin. Við skrifuðum síðan í lok árs 2017 undir heildarsamninga beint við Icelandair og WOW um alla sérhæfða öryggisþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Við sinnum einnig þeim bandarísku flugfélögum sem hafa flogið hingað undanfarin ár,” segir Ómar.
 
AVIÖR er í öflugu samstarfi við fremstu þekkingarfyrirtækin á heimsvísu í þessum geira um þjálfun, fræðslu og endurmenntun fyrir starfsmenn AVIÖR. Það eru gerðar miklar kröfur um gæði þjónustu og þannig fara allir starfsmenn í gegnum umfangsmikla þjálfun ásamt því sem kröfur um símenntun eru miklar. Í samræmi við reglur um flugöryggi eru gerðar reglubundnar úttektir á þjónustunni af óháðum aðilum. Við nýtum okkur einnig fremstu tæknilausnir sem standa til boða í þessum geira enda er Öryggismiðstöðin með gríðarlega sterkar lausnir í flugvallaröryggi,” segir Ómar ennfremur.
 
Ómar Brynjólfsson, nýr framkvæmdastjóri AVIÖR.
 
 
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs