Rétturinn
Rétturinn

Viðskipti

Hálfrar aldar  afmæliskaffi hjá  SI raflögnum
Fimmtudagur 3. október 2019 kl. 09:54

Hálfrar aldar afmæliskaffi hjá SI raflögnum

SI raflagnir fagnar hálfrar aldar afmæli á þessu ári og bjóða eigendur af því tilefni upp á kaffi og kökur í húsnæði fyrirtækisins að Iðngörðum 21 í Garði föstudaginn 4. október kl. 13 til 15. Allir eru velkomnir.

Sigurður Ingvarsson hefur rekið rafverkstæði í Garðinum í hálfa öld en Sigurður og starfsmenn hans hafa sinnt verkefnum á Suðurnesum og út fyrir svæðið. Þrátt fyrir að vera orðinn 78 ára gamall þá vinnur Sigurður ennþá fullan vinnudag. Rafverkstæðið byrjaði heima í bílskúr en fyrirtækið hefur vaxið og dafnað og þá sérstaklega síðustu tvo áratugina.


Árið 2006 var fyrirtækinu breytt í SI raflagnir ehf. og komu þá dætur og tengdsynir inn í reksturinn og má því segja að SI raflagnir sé sannkallað fjölskyldufyrirtæki.