Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Viðskipti

Íslenski kísillinn frá geoSilica út fyrir landsteinana!
Skjáskot af heimasíðu myfairtrade.com
Fimmtudagur 31. maí 2018 kl. 14:18

Íslenski kísillinn frá geoSilica út fyrir landsteinana!

Náttúrulega kísilsteinefnið frá geoSilica Iceland er nú komið á markað í öllum þýsku-mælandi löndum en það fæst í gegnum heimasíðu myfairtrade.com. Það er markmið geoSilica að ná út fyrir landsteina og kynna þessi einstöku kísilsteinefni í hreina íslenska vatninu út í heimi. Þetta er því ánægjulegt skref í rétta átt. 
 
Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Fidu Abu Libdeh, eru þetta stór tíðindi fyrir geoSilica en Fair Trade Handels AG er ein stærsta vefverslun þýsku-mælandi landa með áherslu á náttúrlegar vörur og allt fyrir heilsusamlegan lífsstíl.
 
Það hefur opnað margar dyr fyrir okkur að framleiða íslenska vöru því Ísland sjálft er orðið sterkt vörumerki. Með því að vera einu framleiðendur í heiminum á hágæða náttúruleg steinefni unnin úr íslensku jarðhitavatni náðum við að semja við stóran dreifiaðila erlendis. “Okkur hlakkar til að takast á við stærri verkefni, það er ekki spurning. Við erum bara rétt að byrja” segir Fida og brosir við þessi tíðindi.
Public deli
Public deli