Nettó
Nettó

Viðskipti

Insignia Grand Sport frumsýndur hjá Benna
Miðvikudagur 15. nóvember 2017 kl. 14:14

Insignia Grand Sport frumsýndur hjá Benna

Bílabúð Benna frumsýnir Insignia Grand Sport á laugardaginn 18. nóvember. Í frétt frá fyrirtækinu kemur fram að með tilkomu hans taki Opel sér stöðu sem nýr leiðtogi í sínum flokki.

Þessi nýja Insignia er endurhönnuð frá grunni, en byggir eftir sem áður alfarið á þýsku hugviti og þeim kostum sem gera þýska bíla svo eftirsótta um allan heim. Hann er undanfari nýrrar kynslóðar hvað varðar hönnun, þar sem djarfar línur, jafnt að innan sem utan, fá að njóta sín til fulls, án þess að það bitni á hinu dýrmæta innra rými. Þvert á móti, vekur sérstaka athygli hvað Insignia er rúmgóður, með nóg pláss fyrir ökumann og farþega. Aksturseiginleikar Insignia eru líka sér kapítuli og bíllinn einsog sniðinn fyrir þá sem elska að keyra góða og glæsilega bíla.

Insignia Grand Sport verður frumsýndur hjá Bílabúð Benna, laugardaginn 18. nóvember, bæði í Reykjavík og að Njarðarbraut 9 í Reykjanesbæ. Allir eru velkomnir milli kl. 10:00 og 16:00.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs