Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Viðskipti

Hard Rock sölusvæði opnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Mánudagur 19. mars 2018 kl. 09:58

Hard Rock sölusvæði opnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Hard Rock Cafe Reykjavík í samstarfi við Duty Free Iceland opnaði í síðustu viku sölusvæði fyrir varning í suðurbyggingunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar verður seldur tísku- og tónlistartengdur varningur sem tengist Hard Rock.
 
„Hard Rock er eitt þekktasta vörumerki heims og á stærsta rokk- og poppminjasafn heims sem er til sýnis á stöðum fyrirtækisins víðsvegar um heiminn. Hard Rock býður mikið úrval af tísku- og tónlistartengdum varningi sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Verslun okkar á veitingastaðnum í Lækjargötu hefur gengið mjög vel og okkur fannst tilvalið að opna fyrir sölu á varningi í Fríhöfnina. Við sjáum mikil tækifæri með þessari opnun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þetta gefur fleirum tækifæri á að versla Hard Rock vörur sem eru t.d. ekki endilega á leið inní landið. Við erum líka stolt að því að vera í hópi flottra vörumerka eins og Blue Lagoon, 66°Norður og Rammagerðarinnar sem eru með sérpláss í suðurbyggingunni í flugstöðinni,“ segir Styrmir Bjartur Karlsson, markaðsstjóri Hard Rock Cafe Reykjavík, í tilkynningu.
Public deli
Public deli