Toyota smurdagar 1170
Toyota smurdagar 1170

Viðskipti

Nýtt útlit og ný GeoSilica vara á markað í júlí
Fida Abu Libdeh,framkvæmdastýra GeoSilica.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 1. júlí 2019 kl. 07:00

Nýtt útlit og ný GeoSilica vara á markað í júlí

REFOCUS - Hugur og Orka

GeoSilica vörumerkið hefur allt fengið nýtt útlit, nýjar markaðsáherslur og nýja vefsíðu. Nýjar vörur fyrirtækisins koma í hillur allra sölustaða GeoSilica í byrjun júlí ásamt því opnar endurbætt vefsíða. Fyrirtækið hefur unnið hörðum höndum að þessum breytingum síðastliðna mánuði og útkoman fram úr öllum væntingum, segir í frétt frá fyrirtækinu. Samhliða þessum breytingum kemur ný vara á markað í júlí.

Fimmta varan bætist í vörulínu GeoSilica í júlí, REFOCUS fyrir hug og orku. Varan inniheldur 100% náttúrulegan jarðhitakísil með viðbættu járni og D-vítamíni í hreinu íslensku vatni sem stuðlar að eðlilegri heilastarfsemi, orkubrennslu og dregur úr þreytu. Auk þess stuðlar bæði járn og D-vítamín að heilbrigðu ónæmiskerfi. REFOCUS er framleitt á íslandi.

Varan hentar öllum en járn og D-vítamínskortur er algengur og þá sérstaklega fyrir svæði líkt og norðurlöndin. REFOCUS mun fást í öllum helstu apótekum og heilsuverslunum og betri matvöruvrslanir á Íslandi, sem og glænýrri vefverslun GeoSilica, en þar er hægt að fá vörur í mánaðarlegri áskrift með 20% afslætti.
„Við fengum innblástur af vörunni vegna D-vítamíns- og járnskorts sem er mjög algengur sérstaklega á norðurlöndunum. Varan hefur mikla sérstöðu vegna þess að hún inniheldur Vegan D3-vítamín í vökvaformi sem er afar sjaldgæft á markaði. Allar vörurnar okkar eru Vegan og við lögðum mikla vinnu í að þróa REFOCUS í samræmi við það,“ segir Fida Abu Libdeh,framkvæmdastýra GeoSilica.

GeoSilica hefur nýlega endurnýjað útlit og áherslur vörumerkisins. Viðbrögð við breytingunum hafa verið afar jákvæð bæði á íslenskum og erlendum markaði. Umbúðir og markaðsefni er einfaldara sem er í samræmi við vörurnar, sem innihalda fá en áhrifarík innihaldsefni og engin skaðleg aukaefni.

„Við viljum að varan okkar sér lífsstílsvara, við viljum að neytendur kaupi og neyti vörurnar vegna þess að þau vilja lifa heilbrigðum lífsstíl. Við ákváðum að einfalda umbúðir og markaðsefni til þess að ná til víðari hóps og ungs fólks. Með því að taka vöruna er neytandi að fyrirbyggja heilsufarsleg vandamál því er mikilvægt að koma kísli inn í daglega rútínu sína sem fyrst,“ segir Fida Abu Libdeh, framkvæmdastýra GeoSilica.

Vörulína GeoSilica.


Fimmta varan bætist í vörulínu GeoSilica í júlí, REFOCUS fyrir hug og orku. Varan inniheldur 100% náttúrulegan jarðhitakísil með viðbættu járni og D-vítamíni í hreinu íslensku vatni sem stuðlar að eðlilegri heilastarfsemi, orkubrennslu og dregur úr þreytu. Auk þess stuðlar bæði járn og D-vítamín að heilbrigðu ónæmiskerfi. REFOCUS er framleitt á íslandi.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs