Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Viðskipti

GeoSilica vakti athygli í Nýja Sjálandi
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 6. ágúst 2019 kl. 09:52

GeoSilica vakti athygli í Nýja Sjálandi

„Þar sem bæði Ísland og Nýja Sjáland búa yfir miklum jarðhitasvæðum þá getum við lært af þeim og þau af okkur. Það er mjög áhugavert að sjá hvað áherslurnar eru misjafnar milli þessara tveggja landa þegar það kemur að nýtingu og markaðssetningu. Það var mikill heiður að fá boð til Nýja Sjálands sem fulltrúi Íslands og fá að tala um flotta starfsemi okkar hérna heima,“ segir Fida Abu Libdeh, framkvæmdastýra og stofnandi GeoSilica en hún var einn af aðal fyrirlesurum á vetrarráðstefnu um jarðvarma á Nýja Sjálandi í byrjun júlí. Ráðstefnan var á vegum NZGA (New Zealand Geothermal Association).

Fida fékk boð á ráðstefnuna vegna þeirrar nýtingar á jarðhitavatni og nýsköpunar sem GeoSilica hefur þróað. Þar komu fram aðilar frá hinum ýmsu fyrirtækjum sem töluðu um nýtingu jarðhita og hvernig hægt væri að innleiða notkun á frekari hátt. Fida sagði þar frá starfsemi fyrirtækisins og GeoSilica vörulínunni. Einnig fór hún yfir það hvernig hún og teymið hennar þróuðu framleiðsluaðferð GeoSilica og þau tækifæri sem felast í nýtingu jarðvarma. Fida segir að það hafi vakið athygli hversu góð nýting og markaðssetning er á jarðhitasvæðum Íslands Einnig vakti GeoSilica verulega athygli og eru margir aðilar áhugasamir um að fá vörurnar alla leið til Nýja Sjálands.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fidu og Steinunni Valsdóttur, starfsmanni GeoSilica var boðiið í skipulagða ferð um Nýja Sjáland til þess að skoða virkjanir og starfsemi þeirra. Einnig tók EECA (Energy Efficiency and Conservation Authority) á móti Fidu og Steinunni í höfuðstöðvum sínum í Wellington þar sem fundað var í heilan dag með mismunandi aðilum sem starfa hjá ríkinu í Nýja Sjálandi. Nýja Sjáland býr yfir jarðhitasvæðum líkt og Ísland og mun stór hópur frá landinu koma á næsta ári til Íslands á heimsráðstefnu um jarðvarma.

Nánar hér um www.GeoSilica.com