Viðskipti

Byggja fjölbýlishús í Vogum og styrkja knattspyrnuna í leiðinni
Þriðjudagur 10. júlí 2018 kl. 09:26

Byggja fjölbýlishús í Vogum og styrkja knattspyrnuna í leiðinni

„Okkur finnst tilvalið að styrkja Þróttara til frekari dáða í knattspyrnunni þar sem við vorum að hefja vinnuna okkar í Vogum,“ segir Óttar frá Fjarðarmóti ehf, en þeir styrkja nú Þrótt Vogum og hafa síðustu vikur unnið að byggingu fjölbýlishúsa við miðbæjarsvæðið í Vogum.
 
„Þróttarar frá Vogum hafa verið að gera það gott í knattspyrnunni í byrjun sumars. Það er mikið afrek að vera nýliðar og stimpla sig inn með þessum hætti. Við þekkjum það frá okkar heimahögum hvaða þýðingu fyrir bæjarsálina að eiga lið sem nær árangri. Verkefnið hefur farið vel á stað í Vogum og bæjarbúar hafa tekið vel á móti okkur. Okkur fannst því tilvalið að gefa til baka og hvetja Þróttara til frekari dáða í knattspyrnunni,“ segir Óttar jafnframt.

 
Óttar hjá Fjarðarmóti ehf.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024