Nettó
Nettó

Viðskipti

Brittany með 51 stig í sigri á Blikum
Brittany var með stórleik gegn Blikum og skoraði 51 stig. Mynd/karfan.is
Fimmtudagur 1. nóvember 2018 kl. 10:04

Brittany með 51 stig í sigri á Blikum

Keflavík vann fjórða sigurinn í röð í Domino’s deild kvenna í körfu þegar liðið vann Breiðablik á útivelli í gærkvöldi. Lokatölur urðu 78-85 en Keflavíkurstúlkur innsigluðu erfiðan sigur í lokaleikhlutanum og geta þakkað Brittany Dinkins það því hún skoraði 51 af 85 stigum liðsins.

Breiðablik hefur ekki unnið sigur í deildinni en verið nálægt því og ef ekki hefði verið fyrir stórleik Dinkins hjá Keflavík hefði sigurinn endað hjá Kópavogsliðinu sem nú er stýrt af Keflvíkingnum Margréti Sturlaugsdóttur.

Blikar leiddu í hálfleik með sex stigum og sýndu góða frammistöðu á meðan þær keflvísku voru ekki að finna sig. Jón Guðmundsson sagði í viðtali við Stöð 2 strax eftir leik að frammistaða liðsins hafi verið slök og að ekki gengi að stóla eingöngu á einn leikmann.

Eins og fyrr segir skoraði Dinkins 51 stig og var óstöðvandi. Embla Kristínardóttir og Erna Hákonardóttir skoruðu báðar 8 stig, Bryndís Guðmundsdóttir 6 og Katla Garðarsdóttir 5 stig.
Keflavík mætir toppliði KR í næstu umferð í Blue höllinni í Keflavík 7. nóv. nk.

Ítarleg og skemmtileg umfjöllun um leikinn er á karfan.is

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs