Þriðjudagur 5. ágúst 2014 kl. 12:38

VefTV: Ótrúlegur sjógangur í Grindavík

Viðar Oddgeirsson myndatökumaður Rúv til fjölda ára birti magnað myndband á facebook-síðu sinni þar sem sjá má ótrúlegan sjógang á bryggjunni í Grindavík. Myndbandið er frá árinu 1999 en Viðar segir í færslunni að þakka megi Björgunarsveitinni Þorbirni að ekki fór verr, en þeir standa í stórræðum við að bjarga manni í háska í myndbandinu sem sjá má óklippt hér að neðan.

 
„Grindvíkingar hafa sótt sjóinn fast, engu máli skiptir hvort það sé úti á hafi eða upp á bryggju.
Þetta myndaði ég fyrir fréttastofu RÚV 1. feb. 1999 og úr varð frétt sem vakti nokkra athygli.
Þökk sé félögum úr Slysarvarnarsveitinni Þorbirni að ekki fór verr,“ segir Viðar.