Miðvikudagur 18. júní 2014 kl. 13:14

VefTV: Leitin að Hunter

Hundasérfræðingurinn Gylfi Már fór á stúfana

Fjölmargir Suðurnesjamenn hafa tekið þátt í leitinni að hundinum Hunter sem hefur verið saknað í fimm daga. Ýmis ráð hafa verið gefin upp um það hvernig best sé að nálgast Hunter og fá hann til að koma aftur til mannabyggða. Keflvíkingurinn Gylfi Már Þórðarson notaðist við nokkrar frumlegar og spaugilegar leiðir í leit sinni, í þeirri von um að finna hundinn Hunter, en hér að neðan má sjá hvernig Gylfa gekk í skemmtilegu myndbandi. „Ég er dýravinur, verðlaunin skipta mig engu máli. Ég skal finna hann,“ segir Gylfi m.a. í myndbandinu.