Mánudagur 2. júní 2014 kl. 10:07

VefTV: Eitt stig er betra en ekki neitt

Jóhann Birnir í viðtali

Keflvíkingurinn Jóhann Birnir Guðmundsson var ekki á því að liðið hans hefði átt skilið að sigra Fjölnismenn þegar liðin áttust við í Pepsi-deildinni í gær. Liðin skildu jöfn 1-1 en Jóhann taldi það sanngjörn úrslit. „Við tókum rangar ákvarðanir þegar við komust í færi. Það var svekkjandi að missa niður forystuna þegar við vorum komnir yfir. Þetta var alls ekki auðveldur andstæðingur.“ Viðtal við Jóhann má sjá hér að neðan.