Föstudagur 13. júní 2014 kl. 15:20

VefTV: Bryggjan logaði og báturinn gjörónýtur

– Myndskeið frá slökkvistarfinu í Sandgerðishöfn

Eldur barst í fríholt á norðurgarði Sandgerishafnar þegar mikill eldur blossaði upp í bátnum Sædísi Báru GK í hádeginu.

Brunavarnir Suðurnesja sendu fjölmennt lið til slökkvistarfsins frá stöðvum BS í Sandgerði og Reykjanesbæ.

Aðstæður til slökkvistarfs voru erfiðar sökum vindáttar og lágrar sjávarstöðu og erfitt að komast að hinum brennandi báti. Fengin var aðstoð frá björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein við slökkvistarfið.

Sædís Bára er gjörónýt eftir brunann og tjónið á bryggjunni er einnig nokkurt.

Meðfylgjandi myndband var tekið þegar slökkvistarf stóð yfir í hádeginu.