Miðvikudagur 13. júní 2018 kl. 15:59

Þurfum að hafa varann á okkur - segir Samfylking

„Ég vona að næstu fjögur ár verði skemmtilegri en síðustu fjögur sem voru oft erfið. Reksturinn er farinn að ganga betur en við þurfum samt að hafa varann á okkur,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs í nýjum meirihluta Reykjanesbæjar sem kynntur var í dag.

Víkurfréttir ræddu við Friðjón og Guðnýju Birnu Gunnarsdóttur en þau eru í 1. og 2. sæti Samfylkingarinnar.