Fimmtudagur 31. maí 2018 kl. 23:31

Þekkingarfyrirtækið Vísir og Arnór Ingvi í Suðurnesjamagasíni

Suðurnesjamagasín að þessu sinni tengist sjómannadeginum og knattspyrnu, en bolti og fiskur hafa ætíð skipað stóran sess í lífi okkar. Við heimsækjum sjávarútvegsfyrirtækið Vísi í Grindavík sem fékk þekkingarverðlaun sem félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga veitir. Þá förum við hálfa leið á HM til Rússlands með Arnóri Ingva Traustasyni, landsliðsmanni í knattspyrnu frá Suðurnesjum.