Fimmtudagur 5. júní 2014 kl. 18:30

SVF: Glæsilegt Bryggjuhús í Duushúsum

– sjáið Sjónvarp Víkurfrétta í HD hér!

Sjónvarp Víkurfrétta skoðar glæsilegt Bryggjuhús Duushúsa í nýjasta sjónvarpsþætti Víkurfrétta, sem er frumsýndur í kvöld. Í fyrri hluta þáttarins er rætt við Sigrúnu Ástu Jónsdóttur safnstjóra Byggðasafns Reykjanesbæjar og leiðir hún áhorfendur um Bryggjuhúsið sem var byggt 1877 og hefur nú verið endurnýjað sem sýningarsalur fyrir byggðasafnið.