Föstudagur 20. nóvember 2020 kl. 15:47

Sungið og spilað á minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa

Slysavarnadeildin Dagbjörg í Reykjanesbæ stóð fyrir minningarstund síðasta sunnudagskvöld um fórnarlömb umferðarslysa í tilefni af alþjóðlegum degi um málefnið.

Á viðburðinum komu fram þeir Arnór Vilbergsson píanóleikari, Elmar Þór Hauksson söngvari og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, lék á fiðlu.

Í spilaranum hér að ofan er upptaka frá viðburðinum sem var streymt síðasta sunnudag á fésbókarsíðu Víkurfrétta.