Mánudagur 28. júní 2021 kl. 10:28

Sumar-magasín Víkurfrétta næstu vikur

Nú þegar sumarleyfi landsmanna eru að ná hámarki þá skellum við hjá Víkurfréttum líka í annan gír. Hefðbundið Suðurnesjamagasín er komið í sumarfrí en þess í stað verðum við með Sumar-magasín Víkurfrétta næstu vikurnar. Þar sýnum við brot af því besta sem við höfum verið að fást við síðustu mánuði og af nógu er að taka.

Fyrsta sumar-magasínið var á dagskrá Hringbrautar sl. fimmtudagskvöld kl. 19:30. Í spilaranum hér að ofan má sjá þáttinn. Næsta sumar-magasínið er svo nk. fimmtudagskvöld hér á vf.is og á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.